Upptaka af foreldrafundi Heimilis og skóla

3.5.2023

Heimili og skóli, landssamtök foreldra stóðu fyrir foreldrafundi í Nýheimum í gær 2. maí og er nú hægt að nálgast upptöku af fundinum.

Heimili og skóli, landssamtök foreldra stóðu fyrir foreldrafundi í Nýheimum í gær 2. maí og er nú hægt að nálgast upptöku af fundinum hér .

Markmið Heimilis og skóla er að endurvekja foreldrastarf á landinu öllu með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verfæri til að vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla og aðra foreldra.

Foreldrar í dag standa frammi fyrir ýmsum áskorunum sem ekki voru til þegar þeir voru ungir. Samvinna foreldra og samstarf við skólann og aðrar stofnanir og félög sem barnið sækir þjónustu til er mikilvægur þáttur í farsæld barns. Þeir foreldrar sem ekki náðu að mæta í gær eru því hvattir til að taka sér tíma og horfa á upptökuna.