Fundargerðir

Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Hornafjarðar - 1195

Haldinn í ráðhúsi,
04.11.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir 1. varamaður,
Gauti Árnason varaformaður,
Ásgerður Kristín Gylfadóttir aðalmaður,
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri, Arndís Lára Kolbrúnardóttir stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Arndís Lára Kolbrúnardóttir, Stjórnsýslu- og upplýsingafulltrúi
Gauti Árnason fór með fundarstjórn á fundinum.


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2510014F - Hafnarstjórn Hornafjarðar - 279
Fundargerð Hafnarstjórnar númer 279 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Vignir Júlíusson- Verkefnastjóri mannvirkjasviði
Almenn mál
2. 202508013 - Fjárhagsáætlun 2026
Álagningarreglur og útreikninga miðað við 7% og 10% lækkun á fasteignaskatti lagðar fram.

Fjármálastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
 
Gestir
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
3. 202502013 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambandsins frá 21. október 2025 lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 987.pdf
4. 202110027 - Laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna
Leiðréttur launakostnaður formanna nefndar og ráða lagður fram.


Launafulltrúa falið að vinna málið áfram.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
Hafdís Hafsteinsdóttir - aðalbókari
5. 202510119 - Umsögn um útgáfu tækifærisleyfis- Dansleikur í Sindrabæ
Erindi frá Sýslumanni á Suðurlandi dagsett 29. október. Beiðni um umsögn vega útgáfu tækifærisleyfis vegna ungmennadansleiks í Sindrabæ.

Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um útgáfu tækifærisleyfis.
6. 202510068 - Framlög til stjórnmálaflokka
Minnisblað sviðsstjóra stjórnsýslusviðs vegna fyrirspurnar bæjarráðs um framlög til stjórnmálaflokka lagt fram.

Þegar fjárframlög fyrir síðasta ár voru greidd var það gert eftir bestu vitund bæði sveitarfélagsins og framboðanna sem þáðu fjárframlögin. Eftir fjölmiðlaumfjöllun síðasta árs hefur Kex framboð yfirfarið skráningu sína sem stjórnmálasamtök en enn er beðið eftir staðfestingu fyrirtækjaskrár á því að félagið uppfylli skilyrði til fjárframlags frá sveitarfélaginu. Ekki er gerð krafa á endurgreiðslu að svo komnu máli þar sem skráningin er í farvegi.
 
Gestir
Jóna Benný Kristjánsdóttir - Sviðstjóri stjórnsýslusviðs
Valdís Ósk Sigurðardóttir- fjármálastjóri
7. 202407010 - Framkvæmd - Hagahverfi (ÍB5), innviðauppbygging, undirbúningur
Athugasemdir bárust frá Rósaberg ehf. vegna upplýsinga í fundargerð bæjarráðs nr. 1193 varðandi verðfyrirspurn.


Upphæð sem barst frá starfsmanni Rósabergs ehf. var ekki formlega staðfest. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að fara yfir verklag og hafa samband við málsaðila.
 
Gestir
Bartek Andersson Kass- Sviðstjóri umhveris- og framkvæmdasviðs
8. 202310022 - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2025
Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna Leiðarhöfða lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
9. 202502009 - Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar
Starfshópur um húsnæðismál Grunnskóla Hornafjarðar fór þann 6. og 7. október síðastliðinn og skoðaði sex skóla. Hópurinn hefur sett saman stutta greinargerð um ferðina sem er lögð fram.

Lagt fram til kynningar.
 
Gestir
Þórgunnur Torfadóttir- sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:35 

Til baka Prenta