Íbúðir fyrir aldraða

Með húsnæði fyrir aldraða er átt við félagslegt leiguhúsnæði sem sérstaklega er ætlað öldruðum. Húsnæði fyrir aldraða er ætlað þeim sem komnir eru yfir 65 ára aldur.

Við mat á umsóknum er tekið tekið tillit til tekna, húsnæðis og félagslegra aðstæðna. Endurnýja þarf umsókn í ágúst ár hvert.

Úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði fyrir aldraða er í höndum starfsmanna fjölskyldu- og félagsþjónustu og tekur mið af reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um félagslegt leiguhúsnæði.

Sótt er um félagslegt leiguhúsnæði fyrir aldraða rafrænt í gegnum íbúagátt á ibuagatt.hornafjordur.is