Þrykkjan

Félagsmiðstöð Hafnarbraut 30

Þrykkjan, félagsmiðstöð ungmenna á Hornafirði er mikilvægur liður í forvarna- og tómstundastarfi sveitarfélagsins. 

Starfsemi Þrykkjunnar skiptist í tvennt; starf fyrir 5. - 7. bekk og unglingastig 8.-10. bekk. Opið er tvisvar í viku fyrir yngri hópinn á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 17:00-19:00. Á fimmtudögum er alltaf reynt að hafa einhverja viðburði s.s. bingó, borðtennismót, bíó og margt fleira. Á unglingastigi er opið mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld frá 20:00-22:00. Minnst einu sinni í viku eru svokölluð viðburðakvöld en Þrykkjuráð skipuleggur dagskrá og kemur að undirbúningi og framkvæmd viðburða.

Unglingastig Þrykkjunnar á í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar annarsstaðar á landinu og sækir stærri viðburði bæði með félagsmiðstöðvum á Suðurlandi sem og aðra viðburði á vegum Samfés. Fastir liðir í starfi félagsmiðstöðvarinnar eru: USSS sem er undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi, Samfestingurinn (Söngkeppni Samfés og risa dansleikur), Stíll hönnunarkeppni og Suðurlandsskjálftinn sem er lokadansleikur vetrarstarfs félagsmiðstöðva á Suðurlandi.

Ávallt er reynt að koma til móts við óskir ungmennanna í sambandi við uppákomur og viðburði í Þrykkjunni. Má þar helst nefna: Rave böll, sundstuð, halloween partý, lan, ýmis mót og það nýjasta í vetur er lögguspjall. Lögreglan hefur komið í heimsókn og hópurinn spjallar saman og endar spjallið með borðtennisleik eða í einhverju spili.

Hvetjum við öll ungmenni til að mæta í Þrykkjuna og hitta vini og kunningja. Hvort sem þið viljið fá útrás fyrir keppnisskapið í pool eða þythokký eða bara slappa af og spjalla þá er Þrykkjan ykkar. 

Netfang forstöðumanns er thrykkjan@hornafjordur.is