• Báran

Báran

Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður

470 8477 ith@hornafjordur.is

Báran er fjölnota íþróttaaðstaða sem tekin var í notkun í desember 2012.  Í Bárunni er gervigras 50 m. að breidd og 70 m. að lengd. Báran er öllum opin á opnunartíma, Íþróttafélagið Sindri nýtir aðstöðuna á veturnar undir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Grunnskólinn nýtir aðstöðuna einnig undir íþróttastarfsemi og nemendur nýta sér Báruna í frímínútum.

Skinney Þinganes veitti sveitarfélaginu Báruna að gjöf árið 2012.

Opnunartími Bárunnar er frá kl. 06:00 til 22:00 alla daga ársins.