Félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegt leiguhúsnæði er ætlað þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna, þungrar framfærslubyrgðar, lágra launa eða fötlunar. 

Við mat á umsóknum er tekið tekið tillit til tekna, húsnæðis og félagslegra aðstæðna. Endurnýja þarf umsókn í ágúst ár hvert. Líta ber á leigu í félagslegu leiguhúsnæði sem tímabundið úrræði og geta breytingar til að mynda á hjúskaparstöðu, fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu leitt til endurskoðunar á leigurétti.

Úthlutun félagslegra íbúða og húsnæðis fyrir fatlað fólk er í höndum starfsmanna fjölskyldu- og félagsþjónustu og tekur mið af reglum Sveitarfélagsins Hornafjarðar um félagslegt leiguhúsnæði.

Sótt er um félagslegt leiguhúsnæði rafrænt í gegnum íbúagátt á ibuagatt.hornafjordur.is.