Hljómsveitir

Tvær lúðrasveitir æfa í tónskólanum.

Lúðrasveitastarf tónskólans hefur verið nokkuð blómlegt undanfarin ár og hefur hún sótt reglulega lúðrasveitamót um landið, haldið eitt slíkt mót og farið á mót til Svíþjóðar og Spánar.

Einnig er starfandi Lúðrasveit Hornafjarðar sem ekki er rekin af skólanum, en þar spila fullorðnir ásamt elstu nemendum skólans.

Samspil: Klassík-pop-djass

Við skólann starfa ýmiskonar hljómsveitir sem tveir kennarar sjá um og spila allar gerðir tónlistar, klassík, djass og pop.