Tónskólinn
Námskrá og skóladagatal
Tónskóli A-Skaft. kennir samkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla sem gefin var út árið 2000. Stefna skólans er að allir nemendur fari í áfangapróf samkvæmt fagnámsskrám.
Nemandi fær 1 klst. á viku í einkatíma á hljóðfæri sem getur skipst frá því að vera 15 mín 4 sinnum í viku niður í 2x 30 mín á viku. Fer það eftir nemanda og hvar hann stendur í náminu. Almenn regla er að nemandi á fyrsta ári mætir 2 x í viku hálftíma í senn. Á öðru til þriðja ári byrjar nemandinn í tónfræðanámi sem er 1 klst. á viku ásamt einkatímum á hljóðfæri. Einnig byrja nemendur sem eru á hljómsveitarhljóðfærum í markvissum hljómsveitaræfingum.
Þegar nemandi er kominn í miðnám þá geta einkatímarnir breyst yfir í 1 tíma á viku í eina klukkustund í senn. Kennari metur það með hverjum nemanda.
Allir nemendur eiga að koma reglulega fram yfir veturinn s.s á nemendatónleikum og eða öðrum uppákomum sem tónskólinn tekur að sér. Ætlast er til að nemandi sé undirbúinn og hafi unnið að verkum sem viðkomandi á að spila.
Forsendan fyrir því að læra á hljóðfæri er að æfa sig heima og gott samstarf sé milli heimilis og skóla.
Skóladagatal 2021-2022
19 - 24. ág. starfsdagar
25. ág. miðvikud. 1. kennsludagur
17. sept. föstud. starfsdagur (haustþing)
8.-9. nóv. mánud. og þriðjud. Vetrarfrí.
17. des. föstud. síðasti kennsludagur fyrir jólafrí
4. jan. þriðjud. Kennsla hefst eftir jólafrí
14.-15. feb. mánud. og þriðjud. Vetrarfrí
26. feb. laugard. Dagur tónlistarskólanna, opið hús og tónleikar m.m.
11. apríl mánud. Páskafrí hefst
19. apríl þriðjudagur. Kennsla hefst eftir páskafrí
21. apríl fimmtud. Sumardagurinn fyrsti – frí
22. apríl föstudagur. Skipulagsdagur (frí hjá nemendum)
25. maí miðvikudagur. Skólaslit.
27.maí - 1. júní. Starfsdagar