Vefmyndavélar

Upplýsingagjöf

Í Hornafjarðarhöfn eru vefmyndavélar sem birta myndefni beint á heimasíðu sveitarfélagsins. Um er að ræða sjónvarpsvöktun sem fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Hér er að finna upplýsingar sem sveitarfélaginu ber að veita einstaklingum samkvæmt persónuverndarlögum.

Tilgangur

Myndefni er birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsinga fyrir almenning. Með vefmyndavélunum gefst til dæmis smábátaeigendum færi á að fylgjast með bátum sínum, veðri og sjólagi eins og það er hverju sinni við Hornafjarðarhöfn. Með öllu óheimilt er að nýta myndefnið sem birt er í öðrum tilgangi.

Aðgangur að myndefni

Vefmyndavélar á Hornafjarðarhöfn birta myndefni beint á heimasíðu sveitarfélagsins sem er aðgengileg öllum.

Varðveislutími myndefnis

Vefmyndavélar á Hornafjarðarhöfn taka ekki upp myndefni og er þar af leiðandi ekki varðveitt.

Persónuverndarfulltrúi

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa í samræmi við persónuverndarlög. Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er Karl Hrannar Sigurðsson. Þeir sem koma fyrir á myndefni og hafa frekari spurningar um sjónvarpsvöktun geta sent erindi á Karl í gegnum netfangið karl@hornafjordur.is .

Eftirlitsaðili

Persónuvernd hefur eftirlit með því að sjónvarpsvöktun fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Sá kemur fyrir myndefni getur lagt fram kvörtun hjá Persónuvernd ef hann telur sveitarfélagið fara gegn ákvæðum persónuverndarlaga. Nánari upplýsingar um Persónuvernd má finna á vef stofnunarinnar, www.personuvernd.is .

Ábyrgðaraðili

Sveitarfélagið Hornafjörður er ábyrgðaraðili sjónvarpsvöktunar.

Samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðila:

  • Sveitarfélagið Hornafjörður, kt. 590169-4639
  • Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
  • Símanúmer: 470-8000
  • afgreidsla@hornafjordur.is