Skipurit Fræðslu- og frístundasviðs

Skipurit-fraedslu-fristundasvid

Sækja PDF útgáfu skipurita

Fræðslu- og frístundasvið

Meginverkefni fræðslu- og frístundasviðs er að veita börnum og fjölskyldum í sveitarfélaginu heildstæða skóla- og frístundaþjónustu.

Allt starf í uppeldi og menntun ungmenna í sveitarfélaginu byggir á Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna sem miðar að því að rækta persónuleika, hæfileika og andlega og líkamlega getu hvers og eins með það að markmiðið að búa börn undir að vera ábyrgir einstaklingar í lýðræðissamfélagi sem byggir á virðingu, mannréttindum, umburðarlyndi og vinsemd. Sveitarfélagið vinnur að því að verða barnvænt sveitarfélag til að undirstrika þessa áherslu.

Í anda heilsueflandi samfélags er lögð rík áhersla á heilbrigðan lífstíl og forvarnir sem byggja á gagnreyndum aðferðum. Grunnatriði heilsueflingar, svefn, hreyfing, hollt mataræði og jákvæð félagsleg samskipti eru höfð að leiðarljósi og íþróttafélög og félagasamtök sem vinna að þessum atriðum með börnum eru studd sérstaklega af sveitarfélaginu.

Foreldrar leggja hornstein að velferð hvers einstaklings og því er lögð sérstök áhersla á að efla foreldra í hlutverki sínu með virku foreldrasamstarfi í stofnunum sveitarfélagsins.

Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs er fræðslustjóri sveitarfélagsins og starfsmaður fræðslu og frístundanefndar sem sinnir m.a. eftirliti og mati á skólastarfi. Ungmennaráð fellur þar undir.

Undir fræðslu- og frístundasvið heyra m.a.

  • Leikskólinn Sjónarhóll
  • Grunnskóli Hornafjarðar
  • Samrekinn leik- og grunnskóli í Hofgarði í Öræfum
  • Tónskóli Hornafjarðar
  • Vöruhús, miðstöð skapandi greina og FabLab
  • Íþróttamiðstöð Hornafjarðar
  • Þrykkjan félagsmiðstöð
  • Kátakoti frístundaheimili
  • Vinnuskólinn í samráði við umhverfis- og skipulagssvið