Sorpflokkun og hirðing

Í Sveitarfélaginu Hornafirði er úrgangur frá öllum heimilum flokkaður til endurvinnslu og förgunar. Flokkun úrgangs er mikilvægur þáttur til þess að vernda umhverfið og ætti að vera sjálfsagður hluti af starfsemi heimilis og fyrirtækja. Úrgangur er auðlind. Flokkunarleiðbeiningar má finna hér.  

Regluleg sorphirða er til allra heimila í sveitarfélaginu, skipulag sorphirðingar má sjá í sorphirðudagatalinu. Móttökustöð sorps er við Sæbraut á Höfn og er opnunartíminn eftirarandi:

Mánudagar: 13:00-17:00
Þriðjudaga 15:30-17:30
Miðvikudaga 15:30-17:30
Fimmtudaga frá 15:30-17:30
Laugardaga frá 11:00-15:00

Lokað föstudaga og sunnudaga.

Utan opnunartíma er hægt að skila flokkuðum heimilisúrgangi í sérstakan flokkunarbar utan við móttökustöðina.

Þjónustuaðili sveitarfélagsins er Íslenska Gámafélagið. Sími: 577-5757. Sími hjá verkstjóra á Höfn er: 840-5710.

Gjaldskrá söfnunarstöðvar 

Hvert heimili á rétt á einu klippikorti fyrir móttökustöðina, klippikortið má nálgast í afgreiðslu Ráðhúss á opnunartíma.

Lífræna tunnan.

Öll heimili í þéttbýli fá tunnu fyrir lífrænan eldhúsúrgang. Mikilvægt er að úrgangurinn er settur í þar til gerða maíspoka. Flokkunartafla fyrir lífrænu tunnuna. Lífræna úrgangnum er breytt í moltu sem nýtist sem jarðvegsbætir.

Græna tunnan

Öll heimili hafa tunnu fyrir flokkaðan endurvinnsluúrgang. Í þessa tunnu skal setja allar umbúðir; plast, pappír, pappa, ál og málma, en það er stór hluti af hefðbundnu heimilishaldi. Mikilvægt er að þrífa matarleifar af umbúðunum áður en þær fara í tunnuna. Flokkunartafla fyrir grænu tunnuna. Endurvinnslu úrgangurinn er markaðsvara sem er seld til evrópu í endurvinnslu.

Almenna tunnan

Öll heimili fá tunnu fyrir óflokkaðan úrgang. Í þá tunnu fer allur úrgangur sem ekki er hægt að flokka í lífrænu eða grænu tunnuna. Úrgangurinn úr almennu tunnunni er urðaður á urðunarstað sveitarfélagsins í Lóni. Mikilvægt er að takmarka allan þann úrgang sem er urðaður. Urðunarstaðurinn er takmörkuð auðlind. Besta leiðin til að minka almennt sorp til urðunar er að temja sér umhverfisvænar neysluvenjur og meðvitað velja endurvinnanlegar umbúðir á vörum eða umbúðarlausar vörur.

Önnur sorpþjónusta

  • Spilliefni verða sótt tvisvar á ári í dreifbýli. Vikuna 24. – 28. febrúar og 26.-30. nóvember 2020. Upplýsingar um fyrirkomulagið verða gefnar út þegar nær dregur.
  • Hreinsivika verður 20.-24. apríl 2020, en þá verður brotajárn sótt. Hafa skal samband við Skúla, bæjarverkstjóra í síma: 470-8027 fyrir kl 12:00, 17. apríl sé óskað eftir slíkri þjónustu. 
  • Íslenska Gámafélagið sækir rúlluplast. Hafa skal samband við Einar, verkstjóra ÍGF á Höfn í síma 840-5710 sé óskað eftir slíkri þjónustu.
  •  Dýrahræsgámar eru í dreifbýli sveitarfélagsins.
  • Timbur og brotajárn í dreifbýli. Einu sinni á ári á hvert lögbýli rétt á að fá timbur og brotajárnsgám til sín. Sveitarfélagið greiðir fyrir flutninginn en lögbýlið greiðir fyrir leigu á gámnum. Málmar eru gjaldfrjálsir samkvæmt gjaldskrá en timbur er gjaldskylt og nýtist klippikortið til þess. Pantanir á gám eru í síma 470 8000 eða á afgreidsla(hjá)hornafjordur.is

Tengiliður sorpmála er Anna Ragnarsdóttir Pedersen umhverfisfulltrúi, netfang hjá Önnu er anna(hjá)hornafjordur.is.