Sorpflokkun og hirðing

Opnunartími söfnunarstöðvar á Höfn er: Mánudagar: 13-17, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá  15:30-17:30 og laugardaga frá 11:00-15:00 aðkoma er við Sæbraut beinn sími hjá Íslenska Gámaþjónustunni er 470 7410 og hjá verkstjóra 840 5710.

Flokkunarleiðbeiningar á íslensku, ensku og  pólsku. Kynningarbæklingur um sorpmál.  Gjaldskrá fyrir söfnunarstöð. Athugið að auka klippikort fæst í afgreiðslur Ráðhúss á opnunartíma, auka kortið rennur ekki út á nýju ári. 

Íslenska Gámafélagið hefur tekið við sorpmálum sveitarfélagsins.

Viðskiptavinir eru beðnir að hafa samband við starfsmenn áður en losað er, því losun á að fara fram undir umsjón starfsmanna, tilgangurinn er að ná betri tökum á flokkun og minnka ummál á því efni sem fer til urðunar.

Endurvinnslan, móttaka skilagjalds umbúða  er flutt í nýju aðstöðuna við Sæbraut. Fólk er beðið um að vanda talningu umbúða sem flokkast undir skilagjalda umbúðir því nokkuð hefur borið á að magn stemmi ekki og verður allt talið og greitt samkvæmt því.

Flokkunartunnan er stóra græna tunnan.                                
Í flokkunartunnuna má setja hreinar umbúðir lausar í tunnuna.
Plastdósir, lok og brúsa undan sápum og matvælum. Mjólkurfernur og aðrar mjólkurumbúðir.
Bylgjupappa, blöð lok af glerkrukkum og annað ál.

Ekki má setja í tunnuna:
Gler, spilliefni, box undan töflum og óhreinar umbúðir.
Endurvinnslutunnan er losuð einu sinni í mánuði.
Í almennu tunnuna litlu tunnuna má setja:
Allan almennan heimilisúrgang, glerílát, ryksugupoka, bleiur og dömubindi, úrgang frá gæludýrahaldi. Almenna tunnan er losuð einu sinni í mánuði.

Í lífrænahólfið má setja alla matarafganga, kaffikorg, matarsmitaðar plöntur og og fleira lífrænt sem fellur til á heimilinu. Ekki má setja hrátt kjöt, stór bein eða fisk í lífræna hólfið. Nauðsynlegt er að setja lífrænan úrgang í jarðgerðarpoka (maíspoka) áður en hann er settur í tunnuna. Lífræna tunnan er losuð einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og tvisvar í mánuði yfir sumartímann. 

Umfram allt er nauðsynlegt að rétt sé flokkað í tunnurnar því mistök við flokkun getur skemmt endurvinnsluefnin.

Endurvinnslustöð

Gert er ráð fyrir að íbúar fari með allan stærri og grófari úrgang í endurvinnslustöðina að Sæbraut. Starfsmaður íslensku Gámaþjónustunnar leiðbeinir og aðstoðar fólk við flokkun á opnunartíma.

Heyrúlluplasti í dreifbýli er að öllu jöfnu safnað saman tvisvar á ári.

Tekið er á móti garðaúrgangi í Fjárhúsvík. Þar er einungis gert ráð fyrir garðúrgangi, og eru íbúar vinsamlegast beðnir um að skilja ekki eftir plastpoka og annað slíkt eftir tæmingu.

Gámar til að losna við málma og timbur:

  • Suðursveit - Við Hrollaugsstaði.
  • Mýrar - Við Holt.
  • Nes - Ofan við Nesjahverfi.
  • Lón - Við Jökulsá í Lóni.

Lífrænn gámur í dreifbýli er losaður einu sinni í mánuði en oftar á álagstímum í kringum sauðburð og á haustin.

Vinsamlegast hafið samband og tilkynnið um mál sem betur mega fara í síma Áhaldahús 470 8027 eða Ráðhús 470 8000.