Sorphirða og endurvinnsla

Það borgar sig að flokka því úrgangur er auðlind! 

Sveitarfélagið Hornafjörður leggur mikla áherslu á að úrgangur sé flokkaður svo honum megi koma til endurvinnslu í stað urðunar. Flokkun úrgangs er mikilvægur þáttur í að vernda umhverfið og ætti að vera sjálfsagður hluti af rekstri heimila og fyrirtækja.

Regluleg sorphirða er til allra heimila í sveitarfélaginu, skipulag sorphirðingar má sjá í sorphirðudagatalinu  en Funi ehf. annast sorphirðuna.

Sveitarfélagið rekur söfnunarstöð fyrir úrgang við Sæbraut 1 á Höfn og er opnunartíminn eftirarandi:

Mánudaga til fimmtudaga: 13:00-17:00
Laugardaga frá 11:00-15:00
Lokað föstudaga og sunnudaga.

Á svæðinu sér Körfuknattleiksdeild Sindra um flöskumóttöku og er opnunartími hennar:
Þriðjudaga 15:30 - 17:00
Laugardaga 11:00 - 13:00
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Sindra.

Grenndarstöð - Flokkunarbar

Utan opnunartíma söfnunarstöðvar er hægt að skila endurvinnanlegum úrgangi í sérstakan flokkunarbar utan við stöðina. 

Þar má skila bylgjupappa, sléttum pappa, pappír og dagblöðum, plastumbúðum, gleri, málmumbúðum.

Mikilvægt er að ganga vel um flokkunarbarinn, setja aðeins hreinar umbúðir í endurvinnslu og flokka rétt. Hér má nálgast flokkunarleiðbeiningar.

Það er óheimilt að skilja úrgang eftir utan við flokkunarbarinn eða móttökustöðina!

Klippikort

Fasteignaeigendur sem greiða sorphirðugjöld fá afhent eitt klippikort á ári sem inniheldur 2 m³ af gjaldskyldum úrgangi. Hægt er að nálgast klippikortin í afgreiðslu Ráðhúss, Hafnarbraut 27.

Það er nauðsynlegt að hafa klippikortið meðferðis þegar farið er á gámasvæðið til að losa gjaldskyldan úrgang en kortið er einungis er klippt fyrir slíkan úrgang. Hvert klipp er fyrir 0,25m³ sem samsvarar einni 240 lítra heimilistunnu.

Dugi klippikortið ekki út árið er hægt að kaupa nýtt klippikort í afgreiðslu Ráðhúss. Leigjendur fasteigna geta rætt við sinn leigusala um afhendingu klippikorts (sem er greiðandi sorphirðugjalda) eða keypt sér kort. Leigusala ber ekki skylda til að afhenda leigutaka kortið en það er æskilegt.

Garðaúrgangur - Jarðvegslosunarsvæði í Fjárhúsavík

Í Fjárhúsavík geta íbúar losað sig við garðaúrgang og hreinan jarðveg.

Einungis skal losa þann úrgang sem heimilt er að losa á svæðinu.

Staðsetningu Fjárhúsavíkur má finna hér.

Flokkunarleiðbeiningar

Hér má nálgast flokkunarleiðbeiningar á pdf. formi. 

Tunna fyrir matarleifar

Öll heimili í þéttbýli fá 140 lítra tunnu fyrir matarleifar. Séu matarleifar settar í poka verða þeir að vera pappírs eða maíspokar.
Ekkert plast eða annað rusl má fara í tunnuna! 

Matarleifar fara í jarðgerð á urðunarstað sveitarfélagsins og þeim umbreytt í moltu sem nýtist í landgræðslu á svæðinu.  

Flokkunarleiðbeiningar má nálgast hér á: íslensku , ensku og pólsku

Græna tunnan - Endurvinnsluefni

Öll heimili hafa tunnu eða kar undir flokkaðan endurvinnsluúrgang. Í þessa tunnu skal setja allar umbúðir úr; plasti, pappír og pappa, og málmum.

Mikilvægt er að setja aðeins hreinar umbúðir í endurvinnslu og því þarf að skola eða þrífa matarleifar af umbúðunum áður en þær fara í tunnuna. 

Tunna fyrir blandaðan úrgang - Urðun

Öll heimili fá tunnu fyrir blandaðan úrgang. Í þá tunnu fer allur úrgangur sem ekki er hægt að flokka í lífrænu eða grænu tunnuna. Úrgangurinn úr almennu tunnunni er urðaður á urðunarstað sveitarfélagsins í Lóni. 

Mikilvægt er að takmarka allan þann úrgang sem er urðaður því urðunarstaðurinn er takmörkuð auðlind. Besta leiðin til að minka almennt sorp til urðunar er að temja sér umhverfisvænar neysluvenjur og meðvitað velja endurvinnanlegar umbúðir á vörum eða umbúðarlausar vörur.

Önnur sorpþjónusta

  • Spilliefni verða sótt í dreifbýli vikuna 13. - 17. febrúar 2023. Hreinsunin er auglýst sérstaklega.
  • Hreinsivika í dreifbýli verður dagana 27.- 31. mars 2023, en þá verður brotajárn sótt. Hafa skal samband við Skúla bæjarverkstjóra fyrir 24. mars í síma: 895-1473 sé óskað eftir því að taka þátt í hreinsuninni.
  • Heyrúlluplasti verður safnað í dreifbýli dagana 23. - 27. janúar, 30. maí - 2. júní og 23. - 27. október 2023.
  • Heimili í dreifbýli sveitarfélagsins geta óskað eftir að fá moltugerðar tunnu. Hafa skal samband við afgreiðslu Ráðhúsins í afgreidsla@hornafjordur.is eða í síma 470-8000 til þess að panta tunnuna.
  •  Gámar undir dýrahræ eru staðsettir í Öræfum, Suðursveit, Nesjum og í Lóni. Gámarnir eru undir dýr sem ekki hafa drepist eða verið lógað vegna smitsjúkdóma
  • Timbur og brotajárn í dreifbýli. Einu sinni á ári á hvert lögbýli rétt á að fá timbur og brotajárnsgám til sín. Sveitarfélagið greiðir fyrir flutninginn en lögbýlið greiðir fyrir leigu á gámnum. Málmar eru gjaldfrjálsir samkvæmt gjaldskrá en timbur er gjaldskylt. Pantanir á gám eru í síma 470 8000 eða á afgreidsla(hjá)hornafjordur.is

Tengiliður sorpmála er Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála, netfang hans er stefan(hjá)hornafjordur.is.