Sorphirða og endurvinnsla

Það borgar sig að flokka því úrgangur er auðlind! 

Sveitarfélagið Hornafjörður leggur mikla áherslu á að úrgangur sé flokkaður svo honum megi koma til endurvinnslu í stað urðunar. Flokkun úrgangs er mikilvægur þáttur í að vernda umhverfið og ætti að vera sjálfsagður hluti af rekstri heimila og fyrirtækja.

Regluleg sorphirða er til allra heimila í sveitarfélaginu, skipulag sorphirðingar má sjá í sorphirðudagatalinu  en Funi ehf. annast sorphirðuna.

Hringrás rekur söfnunarstöð fyrir úrgang við Sæbraut 1 á Höfn og er opnunartíminn eftirfarandi:

Mánudaga til fimmtudaga: 13:00-17:00
Laugardaga frá 10:00-14:00
Lokað föstudaga og sunnudaga.

Á svæðinu sér Körfuknattleiksdeild Sindra um flöskumóttöku og er opnunartími hennar:
Þriðjudaga 15:30 - 17:00
Laugardaga 11:00 - 13:00
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Sindra.

Grenndarstöð - Flokkunarbar

Utan opnunartíma söfnunarstöðvar er hægt að skila endurvinnanlegum úrgangi í sérstakan flokkunarbar utan við stöðina. 

Þar má skila bylgjupappa, sléttum pappa, pappír og dagblöðum, plastumbúðum, gleri, málmumbúðum.

Mikilvægt er að ganga vel um flokkunarbarinn, setja aðeins hreinar umbúðir í endurvinnslu og flokka rétt. Hér má nálgast flokkunarleiðbeiningar.

Það er óheimilt að skilja úrgang eftir utan við flokkunarbarinn eða móttökustöðina!

Nánari upplýsingar

Tengiliður sorpmála er Xiaoling Yu, verkefnastjóri umhverfismála, netfang hennar er xiaoling@hornafjordur.is