Bæjarstjóri

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar er Sigurjón Andrésson.

Sigurjón er fæddur árið 1970 og starfaði áður sem ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi. Sigurjón starfaði lengi vel sem stjórnandi hjá tryggingafélaginu Sjóvá, lengst af við markaðsmál og kynningarmál ásamt öryggis- og forvarnamálum. Þá var hann áður framkvæmdastjóri markaðsmála hjá BL bílaumboði.

Sigurjón er iðnmenntaður í grunninn með diplóma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, alþjóðlega gráðu í verkefnastjórnun frá Bandaríkjunum og meistaragráðu í viðskiptafræði (Executive MBA) frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurjón hefur reynslu af sveitarstjórnarmálum hann var í framboði fyrir T-listann í Flóahreppi og sat í sveitarstjórn þar.

Sigurjón er giftur Margréti Söru Guðjónsdóttur kennara við Menntaskólann í Reykjavík og eiga þau tvær uppkomnar dætur.

Staðgengill bæjarstjóra er Jóna Benný Kristjánsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, sími 470-8000 eða jonabenny@hornafjordur.is.

Það er hægt að hafa samband við Sigurjón á netfangið sigurjon@hornafjordur.is eða í síma 470-8000 eða í farsímanúmerið 781-2201.