Jafrétti

Velferðarnefnd fer með störf jafnréttisnefndar og er sviðsstjóri Velferðarsviðs jafnréttisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar og starfar samkvæmt jafnréttisáætlun þess.

Markið jafnréttisáætlunar er að tryggja íbúum og starfsfólki sveitarfélagsins lögbundin réttindi, koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna og jafna þannig stöðu þeirra á öllum sviðum samfélagsins. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni.

Frekari upplýsingar um jafnréttismál má nálgast hjá starfsmönnum velferðarsviðs í síma 470-8000 eða á netfangið velferd@hornafjordur.is