Dagforeldrar

ÍÍ Sveitarfélaginu Hornafirði er eitt dagforeldri starfandi, Birna Björg Sigurðardóttir, s. 478-1943. Tekur hún við börnum allt frá 6 mánaða aldri sé laust pláss. Sótt er um vistun milliliðalaust hjá dagforeldri

Dagforeldri er sjálfstætt starfandi og setur sér sína eigin gjaldskrá en Sveitarfélagið Hornafjörður niðurgreiðir vistunina sbr. reglur um daggæslu í heimahúsum og niðurgreiðslu til dagforeldra. Niðurgreiðslur eru greiddar eftir að skrifað hefur verið undir samning um dvöl barns hjá dagforeldri og honum skilað inn til velferðarsviðs sveitarfélagsins að Víkurbraut 24. Umsóknir um niðurgreiðslu má finna á íbúagátt sveitarfélagsins.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá starfsmönnum velferðarsviðs í síma 470-8000.