Dagforeldrar

Í Sveitarfélaginu Hornafirði eru tveir dagforeldrar starfandi, Birna Björg Sigurðardóttir, s. 478-1943 og Íris Björk Óttarsdóttir s. 848 4093.

Þær taka við börnum allt frá 6 mánaða sé laust pláss. Sótt er um vistun milliliðalaust hjá dagforeldri.

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi og setja sér sína eigin gjaldskrá en Sveitarfélagið Hornafjörður niðurgreiðir vistunina sbr. reglur um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum.  Umsóknir um niðurgreiðslu má finna  á íbúagátt sveitarfélagsins.

Hefur þú áhuga á að gerast dagforeldri?

Ef þú hefur áhuga á að gerast dagforeldri skaltu hafa samband við Erlu Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóra til að fá frekari upplýsingar. Umsóknir fyrir þá sem vilja gerast dagforeldri eru á íbúagátt.