Skólaskrifstofa

Sveitarfélagið Hornafjörður leggur áherslu á að sinna menntamálum af alúð. Öflugt starf er rekið í  leik- og grunnskólum ásamt tónskóla og Vöruhúsi; miðju skapandi greina.  Það er einnig vilji sveitarfélagsins að styðja við nám í framhaldsskóla, framhaldsfræðslu (fullorðinsfræðslu) og nám á háskólastigi.

Skólaskrifstofa Hornafjarðar hefur yfirumsjón með málefnum leik- grunn og tónskóla sveitarfélagsins ásamt íþrótta- og tómstundamálum. Hlutverk skrifstofunnar er að styðja við skólastarf og starf annarra stofnana sem heyra undir hana, veita faglega og rekstrarlega ráðgjöf ásamt því að aðstoða við úrlausnir ýmissa verkefna.

menntastefna sveitarfélagsins var samþykkt á fundi fræðslunefndar þann 16. nóvember 2016.