Fræðslu- og frístundasvið

Skóla- og frístundaþjónusta

Fræðslu- og frístundasvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur yfirumsjón með skólaþjónustu í leik-, grunn- og tónskóla, ásamt málefnum íþróttamiðstöðvar, frístundamálum ungmenna og kemur einnig að skipulagi og framkvæmd vinnuskólans. Fræðslu og frístundasvið starfar á grundvelli laga og reglna um um skólastarf og skólaþjónustu á vegum sveitarfélaga, lögum um samþætta þjónustu og samkvæmt lögum og reglum um æskulýðs- og íþróttastarf .

Skólaþjónusta

Skólaþjónustan beinist að því að efla skólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veitir starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Skólaþjónustan veitir þjónustu í samræmi við áherslur sem fram koma í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga.

Þar kemur fram að stuðningur við starfsfólk felst m.a. í því að veita ráðgjöf vegna kennslu og umönnunar nemenda og ráðgjöf vegna náms nemenda með sérþarfir. Stuðningur við starfsfólk felst einnig í ráðgjöf vegna starfshátta skóla, nýbreytni- og þróunarstarfa og starfsumhverfis.

Foreldrar nemenda í leik- og grunnskóla geta óskað eftir athugun, greiningu og ráðgjöf fyrir börn sín. Auk þess geta skólastjórnendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar, eða eftir atvikum annað starfsfólk skólans eða skólaheilsugæslu, lagt fram ósk um slíka sérfræðiaðstoð í samráði við og með samþykki foreldra. Beina skal beiðnum til skólastjóra.

Starfsmenn skólaþjónustu

Þórgunnur Torfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs - thorgunnur@hornafjordur.is

Emil Morávek tómstundafulltrúi og verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði - emilmoravek@hornafjordur.is  

Sigríður Kristín Gísladóttir iðjuþjálfi, þjónustar skólana eftir samkomulagi.

Elsa Kristjánsdóttir sálfræðingur er á Höfn tvisvar í mánuði.

Agnes Steina Óskarsdóttir talmeinafræðingur kemur a.m.k. tvisvar á önn oftar er þörf krefur.

Mat og eftirlit með gæðum skólastarfs

Fræðslu- og frístundasvið annast mat og eftrlit með skólastarfi í umboði fræðslunefndar sveitarfélagsins. Um mat og eftirlit með skólastarfi er fjallað í lögum um leik- og grunnskóla. Markmiðið er m.a. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla, auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,

Foreldrafærni

Í sveitarfélaginu er stefnt að því að efla foreldrafærni íbúanna. Í því felst að bjóða upp á námskeið og fræðslu til að gera foreldra enn færari í að hjálpa börnum sínum til þroska. Reglulega er boðið upp á námskeiðið Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar foreldrum að kostnaðarlausu.

Menntastefna

Sveitarfélagið Hornafjörður leggur áherslu á að sinna menntamálum af alúð. Framsækið starf er rekið í leik- og grunnskólum ásamt Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu og Vöruhúsi; miðju skapandi greina. Það er einnig vilji sveitarfélagsins að styðja við nám í framhaldsskóla, framhaldsfræðslu (fullorðinsfræðslu) og nám á háskólastigi.

Í menntastefnu sveitarfélagsins kemur m.a. fram: Sveitarfélagið Hornafjörður er aðili að verkefninu „Heilsueflandi samfélag“. Áherslur þess verkefnis eru samofnar starfi leik- og grunnskóla sem eru heilsueflandi skólar. Í leik- og grunnskólum er einnig starfað eftir Uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Þannig er markvisst unnið að aukinni meðvitund um mikilvægi góðrar heilsu og leiðum til að viðhalda henni en einng að styrkja og efla sjálfsvitund, samskiptafærni og persónulegan þroska einstaklinga.

Öflugt íþrótta- og frístundastarf er rekið með stuðningi sveitarfélagsins. Á miðsvæði Hafnar er glæsileg sundlaug, íþróttahús og íþróttavellir til alhliða íþróttaiðkunar auk félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í Vöruhúsinu. Í sveitum má finna íþróttavelli og íþróttahús eða sali sem eru arfleifð frá þeim tímum að skólar voru í hverjum sveitahreppi.

Skólar og aðrar þjónustustofnanir:

Leikskólinn Sjónarhóll, skólastjóri Maríanna Jónsdóttir - mariannaj@hornafjordur.is   http://www.sjonarholl.leikskolinn.is/

Grunnskóli Hornafjarðar, skólastjóri Kristín G. Gestsdóttir - kristinge@hornafjordur.is  https://gs.hornafjordur.is/

Samrekinn leik- og grunnskóli í Hofgarði í Öræfum, skólastjóri Áróra Guðmundsdóttir; arora@hornafjordur.is  http://hofgardur.is/

Félagsmiðstöð, forstöðumaður Erlendur Rafnkell Svansson https://www.hornafjordur.is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/felagsmidstod/

Frístundamál, vinnuskóli og heilsueflandi samfélag; Emil Morávek tómstundafulltrúi og verkefnisstjóri á fræðslu- og frístundasviði https://www.hornafjordur.is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/heilsueflandi-samfelag/

Íþróttamiðstöð, forstöðumaður Gunnar Ingi Valgeirsson - gunnaringi@hornafjordur.is  https://www.hornafjordur.is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/ithrottamannvirki/

Vöruhúsið, forstöðumaður Sindri Örn Elvarsson - sindriorn@hornafjordur.is  https://www.hornafjordur.is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/voruhusid/