Slökkvilið Hornafjarðar

Lög um brunavarnir nr. 75 frá 23. maí 2000 kveða á um ábyrgðir og skyldur sveitarstjórna um brunamál þ.e. starfssemi slökkviliða, eldvarnareftirlit og forvarnir, fræðslu og ráðgjöf.  Slökkvilið Hornafjarðar (SH) starfar samkvæmt ákvæðum sem og lögskýringum þessara laga og samþykktum þar um.

Helstu verkefnaskyldur eru:

 • Brunavarnir og eldvarnareftirlit með mannvirkjum. Yfirferð teikninga og ráðgjöf.   

        Forvarnir og fræðsla fyrir almenning.

 • Slökkviliðs-og björgunarstörf, viðbrögð við bráðatilfellum og mengunaróhöppum.   
 • Björgunar- og klippuvinna vegna umferðaróhappa og slysa. 
 • Viðbrögð við vatnsleka, dælingum og öðru sambærilegu þegar þörf krefur. 
 • Slökkvilið Hornafjarðar sinnir veigamiklu hlutverki í Almannavörnum. 
 • Samningar eru um að sinna slökkvi– og björgunarstarfi í jarðgöngum í samstarfi við 

        Vegagerð ríkisins.

 • Slökkvilið Hornafjarðar sinnir aðstoð við slökkvistörf á öðrum brunavarnasvæðum 

        samkvæmt beiðni viðkomandi slökkvistjóra eða lögreglu.

Brunavarnasvæði

Austur-Skaftafellsýsla er 211 km löng og í henni eru sex byggðarlög. Frá austri talið eru það Lónssveit sem að sunnan afmarkast af VestrahorniNesjasveit sem er á milli Vestrahorns ogHornafjarðarfljóta, þéttbýlisiskjarninn Höfn sem stendur á nesi milli Hornafjarðar ogSkarðsfjarðarMýrar sem er sveitin milli Hornafjarðarfljóta og jökulsárinnar KolgrímuSuðursveitsem er sveitin frá Kolgrímu vestur á Breiðamerkursand og hin fornfræga Öræfasveit sem liggur við rætur Öræfajökuls.

Byggðakjarnar í sameiginlegu sveitarfélagi

 • Hornafjörður
 • Lón
 • Nes
 • Mýrar
 • Suðursveit
 • Öræfasveit

Ekki er notast við neitt sérstakt leiðarkerfi á leið í útköll heldur eru slökkviliðsmenn almennt nokkuð kunnugir um héraðið og rata um vegi sveitarfélagsins. Í slökkviliðsbílunum er til staðháttalýsing af hverjum sveitabæ með upplýsingum um vatnsból og allar byggingar. Staðsetningarkort fyrir brunahana og landakort er í hverjum slökkvibíl.