Stöðuleyfi

Ef lausafjármunir standa lengur en tvo mánuði á utan skipulagðra svæða stað skal sækja um stöðuleyfi.

Sækja skal um stöðuleyfi til leyfisveitanda til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:

  1. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.

  2. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.“ (1. mgr. 2.6.1 gr. byggingarreglugerðar)

Hægt er að sækja um stöðuleyfi í gegnum Íbúagátt. Í umsókninni skal gerð grein fyrir tilgangi og lengd stöðuleyfis. Umsókninni skal fylgja:

  • Samþykki eiganda eða lóðarhafa.

  • Uppdrættir og önnur gögn sem nauðsylneg eru til að sýna staðsetningu, útlit og gerð, fyrirkomulag og öryggi lausafjármunanna.

Stöðuleyfi skulu mest veitt til 12 mánaða nema ákvæði skipulags mæli fyrir um annað. Nánari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi í síma 470 8000 eða bartek@hornafjordur.is.