Fab Lab

Í Vöruhúsinu er unnið að uppsetnignu Fab Lab hönnunarsmiðju. Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Fatahönnunarstofa

Á annarri hæð Vöruhússins er kennslustofa í fatasaum og fatahönnun. Framhaldsskóli Austur- Skaftafellsýslu (FAS) býður upp á nám á framhaldsskólastigi í samstarfi við fyrirtækið Millibör.
Stofan er vel búin tækjum t.d.  sníðahníf, beinsaumavélum, límpressu, fjögraþráða overlock vélum, coverlock földunarvél, leður labbara og pressuján. Ásamt því að kennt sé í rýminu eru einnig haldin  námskeið í fatahönnun.

Myndmenntastofa

Í myndmenntastofunni er að finna borð, vaska, trönur, skjávarpa og annan búnað til myndmenntakennslu.

Textílstofa

Á mið hæðinni er vel búin textílstofa með sauma- og overlock vélum. Textílstofan er líka notuð til fundarhalda.

Smíðastofa

Smíðastofan er vel búin tækjum til smíðakennslu.

Listastofa

Í listastofu starfa myndlistarmenn, þar eru einnig haldin námskeið.

Ljósmyndastúdíó

Í ljósmyndastúdíóinu er fjögur stúdíóflöss ásamt regnhlífum, Snoot, Softboxi og Beautydish. Þráðlaus trigger. Hvítur, svartur, grár bakgrunnur og Green Screen bakgrunnur.

Framköllunarherbergi

Í myrkraherberginu eru þrír stækkarar fyrir 35mm og 6×6 format ásamt öllum nauðsynlegum búnaði fyrir filmu- og pappírsframköllun.

Keramikofn

Í kjallaranum er öflugur leirbrennsluofn og rekkar til að raða leirmunum.

Hljóðupptökuherbergi

Í hljóðupptökuherberginu eru að finna hljóðfæri, magnara og upptökubúnað.  Þar má nefna Epihone kassagítar, Yamaha kassagítar, tvo Telecaster, Gibson Les Paul II, slædgítara, Fender Bassman lampa stæðu 1973 árgerð, Arston bassamagnara, Marshall kassagítarsmagnara, Roland Jazz Chorus 60 (1985) gítarmagnara, Peavey classic lampagítarstæðu. Sonor 3000 series trommusett, Behringer 12 rása mixer,  Allan og Heath 16 rása mixer og fjögur Behringer söngkerfisbox. Einnig er að finna hljóðupptökutölvu, formagnara, condencer míkrafón, mónitorhátalarar , Zoom upptökutæki og annar hljóðbúnaður. Allur búnaður í hljóðupptökuherbergi er í einkaeigu

Tónlistarherbergi

Í Vöruhúsinu eru æfingarherbergi fyrir hljómsveitir.

Málm- og rafsuðuherbergi

Í málm- og rafsuðurýminu eru rafsuðu- og logsuðutæki, öflug loftræsting, málmskurðar- og beigingarvél, borvélar, rennibekkur fyrir tré, rennibekkur fyrir málma, verkfærasett, há borð með skrúfstykkjum og ýmis verkfæri fyrir málmsmíði.