Stuðningsteymi

Stuðningsteymi starfa samkvæmt 2. gr. laga 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Teymið er vettvangur þar sem þjónustuveitendur og eftir atvikum þeir sem veita tilteknu barni almenna þjónustu eiga samstarf um samþættingu þjónustunnar. Stuðningsteymi gerir stuðningsáætlun og fylgir henni eftir. Aðilar að stuðningsteymi geta t.d. verið skóli, barnavernd og heilsugæsla.