Fjárhagsaðstoð

Sveitarfélaginu er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. 

Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem lögheimili eiga í Sveitarfélaginu Hornafirði og hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum sbr. reglur sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð.

Fjárhagsaðstoð getur verið í formi láns eða styrks. Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við félagslega ráðgjöf og önnur úrræði eftir því sem við á hverju sinni, t.d. virka atvinnuleit, endurhæfingu eða annars konar meðferð og er markmiðið ávallt að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar.

Starfsfólk fjölskyldu- og félagsþjónustu metur þörfina og ákveður fjárhagsaðstoð til einstaklinga í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Við útreikning fjárhagsaðstoðar koma allar tekjur til frádráttar.

Fjárhagsaðstoð telst til skattskyldra tekna og geta umsækjendur nýtt sér skattkortið sitt við umsóknina. Sækja skal um fjárhagsaðstoð á íbúagátt sveitarfélagsins, nánari upplýsingar veitir starfsfólk fjölskyldu- og félagsþjónustu sveitarfélagsins á netfanginu velferd@hornafjordur.is eða í síma 470-8000.