Tilsjón á heimili

Starfsmenn í tilsjón eru ráðnir á vegum barnaverndar samkvæmt barnaverndarlögum til að aðstoða fjölskyldur inni á heimilum þeirra. 

Stuðningurinn er margþættur en felst oftast í uppeldisráðgjöf, samstarfi við stofnanir sem fjölskyldan er í tengslum við og aðstoð við skipulag heimilisins.