Barnavernd

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum og ungmennum viðunandi uppeldisskilyrði og skal það gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar. Er það m.a. gert með ráðgjöf, fræðslu, forvörnum og eftirliti. Í barnaverndarstarfi eru hagsmunir barna ávallt hafðir í fyrirrúmi.

Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002, ber hverjum sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu, að tilkynna það barnaverndarnefnd. Með börnum er átt við einstaklinga yngri en 18 ára. Sá er tilkynnir getur jafnan óskað nafnleyndar gagnvart öðrum en nefndinni.

Starfsmaður barnaverndar, Skúli Ingibergur Þórarinsson félagsmálafulltrúi, tekur á móti barnaverndartilkynningum og veitir nánari upplýsingar í gegnum netfangið skuli.ingibergur@hornafjordur.is eða í síma 470-8000.

Neyðarnúmer barnaverndar er 112.