Félagsleg ráðgjöf

Markmið félagslegrar ráðgjafar er m.a. að vinna að lausn félagslegra og persónulegra erfiðleika sem og að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi. Félagsleg ráðgjöf er veitt samhliða fjárhagslegri aðstoð og getur falið í sér ráðgjöf  vegna fjármála, húsnæðismála, uppeldismála, skilnaðarmála, ættleiðingarmála, veikinda, atvinnuleysis, samskiptaerfiðleika í fjölskyldu, áfengis-og vímuefnavanda o.fl.

Sækja skal um félagslega ráðgjf  íbúagátt sveitarfélagsins eða í afgreiðslu ráðhússins, nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 470-8000.