Íþróttahúsið Mánagarður og Mánavöllur

Gunnar Ingi Valgeirsson forstöðumaður

   470 8000

Íþróttahúsið í Mánagarði í Nesjum (7 km vestan við Höfn). Íþróttasalurinn sjálfur er um 300 m2 og lagður parketi. Ungmennafélagið Máni í Nesjum og Sindri á Höfn nýta húsið fyrir íþróttaæfingar og dans.  Í íþróttasalnum eru haldnar stærri samkomur s.s. þorrablót og landsfundir og ráðstefnur. Íþróttahúsið er sambyggt félagsheimilinu Mánagarði sem byggt var 1952 og er hægt að samnýta sal félagsheimilisins með íþróttasalnum. 

Í Mánagarði eru sviðslistir til húsa ásamt því að ýmsar minni samkomur eru haldnar þar. Hægt er að fá Mánagarð  leigðan eftir gjaldskrá sveitarfélagssins vegna útleigu á húsnæðis og munum í eigu sveitarfélagsins.

Mánavöllur stendur við Mánagarð.