Skipurit Umhverfis- og skipulagssviðs

Skipurit-umhverfis-skipulagssvid

Sækja PDF útgáfu skipurita

Umhverfis- og skipulagssvið

Meginverkefni umhverfis- og skipulagssviðs er umsjón með umhverfis-, sorp-og skipulagsmálum. Yfirumsjón með nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum á vegum sveitarfélagsins, rekstur og viðhald veitukerfa og hreinlætismál. Einnig heyrir undir sviðið umsjón vegna dýrahalds innan sveitarfélagsins sem og meindýravarnir. Þá heyra málefni Hornafjarðarhafna undir sviðið.

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs er starfsmaður umhverfis- og skipulagsnefndar.

Undir umhverfis- og skipulagssvið heyra m.a.

  • Sorpmál
  • Áhaldahús
  • Hornafjarðarhöfn
  • Framkvæmdir
  • Slökkvilið Hornafjarðar
  • Byggingamál
  • Dýrahald
  • Hreinlætismál