Skipurit Umhverfis- og skipulagssviðs

Umhverfis- og skipulagssvið

Sækja PDF útgáfu skipurita

Umhverfis- og skipulagssvið

Sviðið fer með umhverfis- og skipulagsmál og hefur umsjón með umhverfis- og sorpmálum. Einnig heyra hreinlætismál undir sviðið ásamt eftirliti vegna dýrahalds, sem og meindýravarnir. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs er starfsmaður umhverfis- og skipulagsnefndar og heyrir beint undir bæjarstjóra.

Undir sviðið heyra meðal annars:

  • Yfirumsjón með umhverfis- og skipulagsmálum
  • Sorpmál, hreinlætismál, dýrahald og úrgangsstjórnun
  • Aðal- og deiliskipulagsmál
  • Mengunarmál, verndarsvæði og landupplýsingar
  • Umferðaröryggismál
  • Loftslagsmál