Leik- og grunnskólinn í Hofgarði
Hofi, 785 Öræfum
S. 478 1672
Leik- og grunnskólinn í Hofgarði er fámennur samkennsluskóli þar sem nemendur búsettir í Öræfum stunda nám. Þar eru nú 10 nemendur; þrír í grunnskólanum og sjö í leikskólanum. Nokkur samvinna er milli skólastiganna. Nemendur og starfsmenn borða saman í sal skólans, halda sameiginlega árshátíð og gefa saman út skólablað. Útivera í frímínútum er einnig sameiginleg.
Einkunnarorð skólans eru: Virðing - vinátta - metnaður
Skólastjóri er Áróra Gústafsdóttir og með henni kennir Sophia Fingerhut í hálfu starfi. Deildarstjóri í leikskólanum er Sigrún Sif Þorbergsdóttir og með henni er Beata Zimnicka starfsmaður í fullu starfi. Peter Ålander er íþróttakennari, matráður og skólabílstjóri.
Skólinn starfar í samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar og leikskólann Sjónarhól á Höfn þar sem m.a. er unnið eftir uppeldisstefnunni: Uppeldi til ábyrgðar. Skólastarfið samræmist auk þess menntastefnu sveitarfélagsins og aðalnámskrá leiks- og grunnskóla.
Skólinn er umhverfisvænn og flokkar allt sorp, er með safnhaug fyrir lífrænan úrgang, skólagarð, leggur sig fram um að spara rafmagn og fara vel með pappír.
Símanúmer í Hofgarði er 478 1672, netfang skólastjóra er arora@hornafjordur.is og netfang Sigrúnar Sifjar deildarstjóra Leikskólans Lambhaga er sigrunsif@hornafjordur.is