Grunnskólinn í Hofgarði

Hofi, 785 Öræfum

Grunnskólinn í Hofgarði er fámennur samkennsluskóli þar sem nemendur búsettir í Öræfasveit stunda nám. Skólinn starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar eftir sömu uppeldisstefnu og svipuðum áherslum.  

Skólastjóri er Magnhildur Gísladóttir. Auk þess að vera skólastjóri Grunn- og leikskólans í Hofgarði hefur Magnhildur umsjón með unglingastiginu en þar hefur verið tekið upp sú nýbreytni að aðalkennarinn á unglingastigi er á Akureyri. Björk Pálmadóttir sem einnig kennir við Verkmenntaskólann á Akureyri kennir unglingunum í gegnum samskiptaforritð zoom og þau skipuleggja námið sitt í Google Classroom. Gaman er að segja frá því að þetta er brautryðjendastarf, en nú eru fleiri skólar að taka upp þetta kerfi.

Við skólann er rekin leikskóladeild sem opnuð var að hausti 2016. Ellefu grunnskólabörn stunda nám við skólann og fjögur leikskólabörn.

Í Leikskólanum Lambhaga er Eva Bjarnadóttir deildarstjóri en auk hennar sjá Peter Ålander og Halldóra Oddsdóttir um starfið með börnunum. Halldóra er einnig húsvörður í Hofgarði.

Google Maps