Leik- og grunnskólinn í Hofgarði
Hofi, 785 Öræfum
S. 4701672 brynjahof@hornafjordur.is
Leik- og grunnskólinn í Hofgarði er fámennur samkennsluskóli þar sem nemendur búsettir í Öræfasveit stunda nám. Skólinn starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar eftir sömu uppeldisstefnu og svipuðum áherslum. Einkunnarorð skólans eru:
Virðing - vinátta - jákvæðni - metnaður
Skólastjóri Leik- og grunnskólans er Brynja Kristjánsdóttir, Hafdís Roysdóttir er umsjónarkennari.
Í leik- og grunnskólanum eru 7 nemendur. Deildarstjóri í leikskólanum Lambhaga er Sigrún Sif Þorbergsdóttir og með henni eru Maria Gonzalez og Eva Bjarnadóttir. Peter Alander er matráður, skólabílstjóri og íþróttakennari. Matráður sér um mat fyrir bæði leik-og grunnskólann.
Á leikskólanum er starfað eftir menntastefnu sveitarfélagsins og aðalnámskrá leikskóla. Leikskólinn er umhverfisvænn, þar er markviss flokkun og endurvinnsla.
Nemendur í Lambhaga eru fimm frá eins til fimm ára. Mikil samvinna er við grunnskólann.
Símanúmer í Hofgarði er 478 1672 og í Lambhaga er 839 9010 netfang skólastjóra er brynjahof@hornafjordur.is