Leik- og grunnskólinn í Hofgarði
Hofi, 785 Öræfum
S. 4701672
Leik- og grunnskólinn í Hofgarði er fámennur samkennsluskóli þar sem nemendur búsettir í Öræfasveit stunda nám. Þar eru nú 7 nemendur þar af 5 á leikskólaaldri. Einkunnarorð skólans eru:
Virðing - vinátta - jákvæðni - metnaður
Skólastjóri er Hafdís Roysdóttir og deildarstjóri í leikskólanum er Sigrún Sif Þorbergsdóttir. Kennarar auk þeirra bæði í leik- og grunnskóla eru Courtney Micelle Brooks, Kristín Karólína Helgadóttir og Peter Alander. Peter er auk þess matráður og skólabílstjóri.
Skólinn starfar í nánu samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar og leikskólann Sjónarhól á Höfn þar sem m.a. er unnið eftir uppeldisstefnunni uppeldi til ábyrgðar. Skólastarfið samræmist auk þess menntastefnu sveitarfélagsins og aðalnámskrá leiks- og grunnskóla.
Skólinn er umhverfisvænn og flokkar allt sorp og kemur í endurvinnslu.
Símanúmer í Hofgarði er 478 1672 og í Lambhaga er 839 9010 netfang skólastjóra er hafdisroys@hornafjordur.is