Virkni- og starfsendurhæfing

Virkni- og starfsendurhæfing á vegum velferðarsviðs er samstarfsverkefni milli fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings og virkniþjónustu.

Þjónustan er fjölþætt en fer að mestu fram í Miðgarði – Þjónustumiðstöð að Víkurbraut 24.

Í virkniúrræði og starfsendurhæfingu fer fram greining og mat, einstaklingsmiðuð þverfagleg endurhæfing- atvinnu og/eða námstengd, ráðgjöf, sjálfseflingarnámskeið, heilsuefling og vinnusmiðjur.

Sótt er um úrræði virkni- og endurhæfingar rafrænt á íbúgátt sveitarfélagsins. Frekari upplýsingar má nálgast hjá starfsmönnum velferðarsviðs í síma 470-8000 eða á netfangið velferd@hornafjordur.is