Leikskólinn Sjónarhóll
Víkurbraut 24, 780 Hornafirði
Leikskólinn Sjónarhóll stendur við Víkurbraut 26 á Höfn og er sex deilda leikskóli.
Leikskólinn Sjónarhóll var formlega sameinaður þann 1. apríl 2017 úr leikskólunum Lönguhólum og Krakkakoti.
Á Sjónarhóli er starfað eftir menntastefnu sveitarfélagsins og Aðalnámskrá leikskóla. Leikskólinn er umhverfisvænn þar er markviss flokkun og endurvinnsla.
Á leikskólanum starfa 36 starfsmenn, leikskólakennarar, þroskaþjálfi, grunnskólakennari, lögfræðingur, starfsmaður með kennsluréttindi og master í sérkennslu, með diplomu í leikskólakennarafræðum, tveir leikskólakennaranemar, nemi í stuðningsfulltrúa og leiðbeinendur og allir vinna vel saman sem hópur. Mikið er af nýju starfsfólki sem er fullt eftirvæntingar við að læra meira um starfið.
Í leikskólanum eru 107 nemendur á sex deildum; Sunnudeild, Dropadeild, Mánadeild, Skýjadeild, Stjörnudeild og Blómadeild. Á Sunnudeild eru yngstu börnin, eins árs. Á Dropadeild eru tveggja ára gömul börn. Á Mánadeild og Skýjadeild eru þriggja ára börn. Á Stjörnudeild eru fjögurra ára börn. Á Blómadeild eru elstu börnin og þau eru fimm ára og verða sex ára á því ári sem þau útskrifast.
Leikskólastjóri er Maríanna Jónsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Elínborg Hallbjörnsdóttir.