Byggingarleyfi

Sækja þarf um byggingarleyfi áður en byrjað að grafa grunn að mannvirki. LeiðbeiningarLeiðbeiningar fyrir rafræna umsókn um byggingaleyfi. 

Hvenær skal sækja um byggingarleyfi?

Sækja þarf um byggingarleyfi áður en byrjað að grafa grunn að mannvirki, breyta því, rífa eða flytja það, breyta burðakerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi. 

Byggingafulltrúi sveitarfélagsins sér um að annast útgáfu byggingarleyfa fyrir mannvirki sem staðsett eru í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerðar nr. 112/2012 þarf að byrja á að hafa samband við byggingafulltrúa þegar teikningar af húsum eða önnur áform eru tilbúin. Byggingarfulltrúi metur hvort teikningar eru lögmætar og réttar.

Hvernig skal sækja um byggingarleyfi?

Hægt er að sækja um byggingarleyfi í gegnum Íbúagátt: http://ibuagatt.hornafjordur.is.

Umsókninni skal fylgja:

  • Aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu á pappír eða á rafrænu formi.

  • Tilkynning um hönnunarstjóra.

  • Samþykki meðeiganda (ef þörf er).

Hverjir geta sótt um byggingarleyfi?

Húseigendur lóðarhafar eða hönnunarstjóri í umboði þeirra geta sótt um byggingarleyfi. Samkvæmt bygggingarreglugerð nr. 112/2012 ber húseigendum að ráða löggiltan iðnmeistara, hönnunarstjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á því að hönnunargögn séu til staðar. Hönnunarstóri er að öllu jöfnu sá aðili sem annast öll samskipti við embætti byggingarfulltrúa þegar sótt er um byggingarleyfi.

Undanþágur frá byggingarleyfi

Smáhýsi á lóð úr léttum byggingarefnum til geymslu garðáhalda o.þ.h. að hámarki 15 m2 fjarlægð frá öðrum manvirkjum a.m.k. 3,0 m.  sjá byggingarreglugerð.

Viðurlög

Ef byggingastjóri eða aðrir þeir sem bera ábyrgð á byggingaferlinu, brjóta ákvæði laga og reglugerða getur Mannvirkjastofnun veitt honum áminningu. Séu brot alvarleg eða ítrekuð getur stofnunin svift hann löggildingu.