Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar er skipuð sjö bæjarfulltrúum sem kosnir eru hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn. Bæjarstjórn kýs bæjarráð og aðrar nefndir, ræður bæjarstjóra, hefur yfirstjórn á fjárreiðum sveitarfélagsins og verklegum framkvæmdum og er í forsvari fyrir bæinn út á við. Þá setur bæjarstjórn reglur um stjórn og meðferð bæjarmálefna. Forseti bæjarstjórnar er Gauti Árnason.

Bæjarstjórnarkosningar voru 14. maí 2022. Bæjarfulltrúarnir sjö voru kjörnir af þremur listum, D-lista Sjálfstæðisflokksins, K - lista Kex framboðsins og B-lista Framsóknarflokksins. D, listi Sjálfstæðisflokksins  fékk  38,3% þjá fulltrúa, K, Kex framboðið 30,0% tvo fulltrúa og Framsóknarflokkurinn 31,7% tvo fulltrúa. Sjálfstæðismenn og Kex framboð mynduðu meirihluta.

Fundir bæjarstjórnar eru haldnir 2. fimmtudag hvers mánaðar í Ráðhúsi kl. 15:00 og eru aðgengilegir hér á heimasíðu sveitarfélagsins/Youtube og á fésbókarsíðu sveitarfélagsins undir myndbönd.

Eftirfarandi eru kjörnir fulltrúar 2022 - 2026. 

Kjörnir fulltrúar


Baejo-7-

Gauti Árnason 

Sjálfstæðisflokki
Gauti er forseti bæjarstjórnar og aðalmaður í bæjarráði og er menntaður matreiðslumaður. 

Netfang: gauti@hornafjordur.is

sími 892 9708 

Baejo-3-

Eyrún Fríða Árnadóttir

Kex framboð
Eyrún er formaður bæjarráðs, hún er uppeldis- og menntunarfræðingur,  Ma í kynjafræði og stundar nám í opinberri stjórnsýslu. 
Netfang: eyruna@hornafjordur.is

sími 846 4210


Baejo-2-

Hjördís Edda Olgeirsdóttir

Sjálfstæðisflokki
Hjördís Edda er varamaður í bæjarráði og varaformaður atvinnu- og menningarmálanefndar. 

Netfang: hjordis@hornafjordur.is

sími 849 0466



Baejo-4-

Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir

Kex framboð
Guðrún Stefanía er fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og varamaður í bæjarráði, hún er yfirlandvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði og útskrifuð  frá  Háskólabrú Keilis af félagsvísinda- og lagadeild.

Netfang: gudrunstefania@hornafjordur.is

sími 865 0501

 Sv.Hornafjordur-3-Skuli-Ingolfsson-scaled

Skúli Ingólfsson 

Sjálfstæðisflokki
Skúli er formaður hafnarstjórnar, hann er menntaður gæðastjóri og fisktæknir.

Netfang: skulii@simnet.is

sími 868 6482

 Baejo-6-

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Framsóknarflokki
Ásgerður er aðalmaður í bæjarráði og aðalmaður í umhverfis- og skipulagsnefnd, hún er hjúkrunarfræðingur. Ásgerður er formaður stjórnar SASS Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi og er varamaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Netfang: asgerdur@hornafjordur.is
Sími: 896 6167

 Baejo-1-

Björgvin Óskar Sigurjónsson  

Framsóknarflokki
Björgvin er varamaður í bæjarráði og annar varaforseti bæjarstjórnar.  Björgvin er tæknifræðingur að mennt og starfar sem slíkur hjá fyrirtækinu Verkhof ehf.

Netfang: bjorgvin@verkhof.is


Varamenn í bæjarstjórn

Björgvin Erlendsson bjorgvin@hornafjordur.is
Tinna Rut Sigurðardóttir tinnarut@hornafjordur.is
Þröstur Jóhannsson thrustur@simnet.is
Elías Tjörvi Halldórsson eliastjorvi@hornafjordur.is
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir sigridurth@hornafjordur.is
Gunnar Ásgeirsson gunnar@hornafjordur.is
Gunnhildur Imsland gunnhilduri@hornafjordur.is