Flokkunarleiðbeiningar

Hér má nálgast flokkunarleiðbeiningar á pdf formi. 

Við hvert heimili er tunna eða kar undir endurvinnsluefni. Í hana má setja hreinar umbúðir úr pappa og pappír, plasti og málmi. Á þessu verður breyting árið 2023 en þá þarf að halda þessum úrgangstegundum aðskildum.

Við hvert heimili í þéttbýli er tunna undir matarleifar. Í hana má setja alla matarafganga og annað lífrænt eins og t.d. hýði af ávöxtum og grænmeti, brauð, kaffikorg, eggjaskurn, servíettur og eldhúspappír. Hér má nálgast flokkunarleiðbeiningar fyrir matarleifar á íslensku , ensku og pólsku .

Við hvert heimili er tunna eða kar undir blandaðan úrgang. Í hana má setja þann úrgang sem er óendurvinnanlegur en hann endar í urðun í Lóni.
Til dæmis: óhreinar umbúðir sem ekki er hægt að hreinsa, bleyjur, blautklúta, dömubindi, tyggjó, ryksugupoka, dýrasaur, kattasand, eyrnapinna og bómullarhnoðra.