Flokkunarleiðbeiningar

Á vegferð okkar í átt að sjálfbærara og vistvænna samfélagi er áríðandi að flokka heimilisúrgang rétt til að tryggja förgun og endurvinnslu hans. Eins og okkur er öllum kunnugt, sér sorphirðuþjónusta um að hirða pappa, plast, matarleifar og blandaðan úrgang. Annan úrgang þurfa húseigendur að flokka og fara með á endurvinnslustöðvar til viðeigandi vinnslu og endurnýtingar.

Hér er hægt að nálgast nánari leiðbeiningar fyrir íbúa í dreifbýli.

Matarleifar-150x150

Matarleifar

Hvað fer í tunnuna

 • Afgangar, hvort sem þeir eru eldaðir eða ekki
 • Brauð og kökur
 • Hýði og afskorningar af ávöxtum og grænmeti
 • Egg og eggjaskurn
 • Sjávarfang og skeljar
 • Kjöt, fiskur og bein
 • Kaffi
 • Sælgæti
 • Eldhúspappír og ólituð viskastykki

Hvað á EKKI fara í tunnuna fyrir matarleifar

Eftirfarandi tilheyrir blönduðum úrgangi:

 • Kattasandur og dýraúrgangur
 • Tóbak, sígarettur eða tóbakspúðar
 • Tyggjó
 • Ryksugupokar
 • Eyrnapinnar, plástrar eða bómull

Hvað verður um efnið
Efnið berst til Lóns þar sem það byrjar nýtt líf í safnhaugi! Þetta umhverfisvæna ferli hjálpar til við að breyta matarleifum þínum í verðmæta moltu sem hægt er að nota til að bæta jarðveginn. Þess vegna skaltu tryggja að ekkert annað en matarleifar sé sett í vistvæna poka.


Pappir-og-pappi-flokkun-150x150Pappír og pappi

Hvað fer í tunnuna

 • Dagblöð, tímarit og bækur
 • Póstpokar
 • Pizzakassar
 • Pappírsumbúðir
 • Skókassar
 • Mjólkur- og safafernur
 • Kassar undan morgunkorni
 • Eggjabakkar
 • Bylgjupappi

Hvað á EKKI að fara í tunnuna fyrir pappír og pappa

 • Pappír sem húðaður er með efni eins og vaxi, plasti eða álfilmu (svo sem glansandi gjafapappír og sum jólakort) er ekki hægt að endurvinna. Slíkt fer í blandaðan úrgang.

Hagnýtar leiðbeiningar

 • Þjappaðu umbúðunum þétt saman til að spara pláss og draga úr flutningi.
 • Fjarlægðu aðskotahluti eins og plast eða matarleifar, þar sem þeir geta dregið úr endurvinnslugildi efnisins.
 • Plasttappar af mjólkurfernum mega hins vegar fylgja og það er engin þörf á að fjarlægja plastglugga eða límræmur af umslögum.
 • Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega einnig fylgja. Mundu bara, engir plastpokar!
 • Ný efni: Markaðurinn er í stöðugri þróun, þar sem nýsköpunarfyrirtæki kynna ný umhverfisvæn efni. Dæmi um slíkt er bökunarpappír úr sellúlósa, sem gerir honum kleift að brotna niður í moltu, og því hentar hann vel til moltugerðar. Það er þó ekki alltaf augljóst úr hvaða efni varan er. Í slíkum tilfellum þarf að gæta varúðar. Ef óvissa er um samsetningu efnisins er öruggast að henda því með blönduðum úrgangi. Það hjálpar til við að koma í veg fyrir mengun við endurvinnslu pappírs og plasts. Ef hluturinn er hins vegar greinilega merktur sem endurvinnanlegur má fylgja viðeigandi leiðbeiningum.

Hvað verður um efnið
Efnið fer í hreinsun, þjöppun og pökkun í flokkunarstöðinni okkar til að minnka rúmmál þess. Það er svo flutt beint til STENA í Svíþjóð til frekari flokkunar. Þetta flokkunarferli tekur til bylgjupappa, sléttan pappír/dagblöð og öskjur/rakaþolnar pappaumbúðir, sem síðan er beint í sérstök endurvinnsluferli. Eftir flokkunarstigið sendir STENA fernurnar til Fiskeby þar sem þær eru endurunnar.


Plastumbudir-png-150x150Plast

Hvað fer í tunnuna

 • Plastumbúðir
 • Snakkpokar
 • Plastfilma
 • Plastpokar
 • Kúluplast
 • Plastílát eins og sjampóflöskur og flöskur fyrir hreinsiefni
 • Plastbakkar

Undantekning - Plast með skilagjaldi

 • plastflöskur fyrir ávaxtasafa
 • plastflöskur fyrir gosdrykki
 • plastflöskur fyrir orkudrykki
 • plastflöskur fyrir vatn
 • plastflöskur fyrir áfengi

Körfuknattleiksdeild Sindra sér um flöskumóttöku í sveitarfélaginu okkar.

Hagnýtar leiðbeiningar

 • Ef þú ert óviss um hvort umbúðir séu úr plasti eða áli, t.d. snakkpokar, þá er þumalputtareglan sú að ef þú krumpar umbúðirnar saman og þær spretta aftur út þá eru þær úr plasti. Ef þær haldast samankrumpaðar eru þær úr áli. Í báðum tilfellum á þó að flokka þess konar umbúðir með plasti.
 • Gakktu úr skugga um að plastumbúðir séu alveg tómar og að engar vökvaleifar séu í flöskum.
 • Ráðlegt er að skola umbúðirnar fyrir flokkun til að koma í veg fyrir lykt við geymslu.
Skoðaðu að stafla eða finna leiðir til að þjappa plasthlutum til að hámarka geymslupláss og lágmarka flutningsþörf.

Áríðandi

 • Mundu að hlutir eins og rafmagnsknúin leikföng eða rafhlöður falla undir flokk rafeindatækja. Komdu með þau á flokkunarstöðina okkar þar sem þau verða endurunnin á sérstakan hátt.
 • Skilaðu hreinum frauðplastkubbum úr umbúðum í flokkunarstöð okkar. Við munum kreista þá (til að fjarlægja loft) svo auðveldara verði að meðhöndla þá og endurvinna.

Hvað verður um efnið

Efnið fer í hreinsun, þjöppun og pökkun í flokkunarstöðinni okkar til að lágmarka stærð þess, að því loknu er það flutt til SORPU í Reykjavík og síðan til Svíþjóðar. Í Svíþjóð er plastið flokkað eftir tegundum og hægt er að nota það til að framleiða nýjar plastvörur. Allt plast sem er óhæft til endurvinnslu er nýtt til orkuframleiðslu.


Málmar

Malmumbudir-150x150Málmur er verðmætt efni sem má endurvinna aftur og aftur með tilheyrandi umhverfislegum ávinningi.

Leiðbeiningar um flokkun á málmi

 • Umbúðir úr málmi
 • Sprittkertabikarar
 • Málmlok af krukkum

Undantekning - Málmur með skilagjaldi

 • áldósir fyrir gosdrykki
 • áldósir fyrir orkudrykki
 • áldósir fyrir bjór

Körfuknattleiksdeild Sindra sér um flöskumóttöku í sveitarfélaginu okkar.

Áríðandi

 • Athugið að ekki má setja raftæki, gaskúta eða kolsýruhylki í þennan flokk. Gaskútar og kolsýruhylki kunna að bera skilagjald og má skila þeim á flestar bensínstöðvar og til gasdreifingaraðila.
 • Hreinar niðursuðu- og áldósir sem falla ekki undir „Málmur með skilagjaldi“ skal fara með á flokkunarstöð. Setjið þær í þar til gerðan gám sem merktur er fyrir málmumbúðir. Þessa hluti er hægt að endurvinna sérstaklega og því þarf að flokka þá frá öðrum málmum.

Hagnýtar leiðbeiningar

 • Mikilvægt er að búið sé að hreinsa alla matarafganga úr málumbúðum.
 • Allt efni á að fara laust í tunnuna, ekki í lokuðum pokum.

Gler

Gler-150x150Leiðbeiningar um flokkun á gleri
 • Gluggagler
 • Glerumbúðir
 • Blómapottar
 • Ilmvatnsglös
 • Speglar
 • Keramik
 • Leirtau

Undantekning - Gler með skilagjaldi

 • glerflöskur fyrir áfengi
 • glerflöskur fyrir bjór
 • glerflöskur fyrir ávaxtasafa
 • glerflöskur fyrir gosdrykki
 • glerflöskur fyrir orkudrykki
Körfuknattleiksdeild Sindra sér um flöskumóttöku í sveitarfélaginu okkar.

Áríðandi

 • Athugið að ekki má setja raftæki, gaskúta eða kolsýruhylki í þennan flokk. Gaskútar og kolsýruhylki kunna að bera skilagjald og má skila þeim á flestar bensínstöðvar og til gasdreifingaraðila.
 • Glerflöskur og krukkur (takið málmlok af) sem flokkast ekki undir „Gler með skilagjaldi“ skal fara með á flokkunarstöð. Þessa hluti er hægt að endurvinna sérstaklega og því þarf að flokka þá frá öðru gleri.

Hagnýtar leiðbeiningar

 • Mikilvægt er að glerið sé án matarleifa og aðskotahluta s.s. málm- eða plastloka.
 • Ílát þurfa að vera tóm og hrein.

Textíll

Dæmi um textílúrgang

 • fatnaður
 • lín
 • lök
 • dúkar
 • tuskur
 • sloppar
 • handklæði

Áhættuúrgangur

Dæmi um áhættuúrgang

 • flúorperur
 • ljósaperur
 • ljósabúnaður, startarar (conductor)
 • olíumálning
 • asbest úr eldri húsum
 • rafgeymar og rafhlöður
Áríðandi
 • Lyfjaleifum skal skila beint til Lyfju. Flokkunarstöðin tekur ekki við lyfjum eða lyfjaleifum.

Raf- og rafeindatæki

Dæmi um rafúrgang

 • Stór raftæki
 • Sjónvörp og skjáir
 • Kæli- og frystitæki
 • Smá raftæki
Hagnýtar leiðbeiningar
 • Athugið að fjarlægja rafhlöður úr tækjum þegar það er mögulegt og flokka sér.
 • Mikilvægt er að skjáir brotni ekki þar sem spilliefni geta þá borist út í umhverfið.
 • Kæli- og frystitæki skal skilja eftir á tilteknum stað á flokkunarstöð en ekki hjá öðrum stórum raftækjum.
 • Hægt er að skila nothæfum tækjum (eða öðrum nothæfum hlutum) til endurnotkunar. Einnig er hægt að fara með þessa hluti á nytjamarkað Hirðingjanna til að gefa þeim nýtt líf hjá nýjum eiganda.

Skilagjaldskyldar umbúðir

Mikil verðmæti eru fólgin í því að koma drykkjarumbúðum til endurvinnslu. Ál er hægt að endurvinna aftur og aftur án þess að efniseiginleikar þess rýrist og árlegt útflutningsverðmæti nemur um 200 millj.kr. skv. tölum frá Endurvinnslunni hf.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar https://endurvinnslan.is/

Dæmi um skilagjaldskyldar umbúðir

 • glerflöskur fyrir áfengi
 • glerflöskur fyrir bjór
 • glerflöskur fyrir ávaxtasafa
 • glerflöskur fyrir gosdrykki
 • glerflöskur fyrir orkudrykki
 • plastflöskur fyrir ávaxtasafa
 • plastflöskur fyrir gosdrykki
 • plastflöskur fyrir orkudrykki
 • plastflöskur fyrir vatn
 • plastflöskur fyrir áfengi
 • áldósir fyrir gosdrykki
 • áldósir fyrir orkudrykki
 • áldósir fyrir bjór
Almenna reglan er að drykkjarumbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem innihalda áfengi, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efni til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjarvöru sem hægt er að drekka beint úr viðkomandi umbúðum.

Umbúðir án skilagjalds 
Ekki er skilagjald á umbúðum undir ávaxtaþykkni, mjólkurdrykki og kakódrykki sem innihalda ferska mjólk, matarolíu, tómatsósu eða þvottaefni. Þessum umbúðum ber að skila í grenndargáma.


Blandadur-urgangur-png-150x150Blandaður úrgangur

Hvað fer í tunnuna

 • Bómullarskífur og bómullarhnoðrar
 • Dömubindi
 • Blautþurrkur
 • Bleyjur
 • Ryksugupokar
 • Bökunarpappír
 • Kattasandur
 • Kaffihylki
 • Einnota grímur
 • Einnota hanskar, þar á meðal gúmmí- og latexhanskar

Hvað verður um efnið

Blandaður úrgangur verður urðaður á urðunarstaðnum við Lón.

Skilvirk sorphirða er nauðsynlegur þáttur af skuldbindingu okkar að lágmarka magn blandaðs úrgangs sem sendur er á urðunarstaðinn. Urðunarstaðir eru síðasta úrræði okkar til farga úrgangi, en þeim fylgja umhverfisáskoranir, þ.m.t. losun gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings (CO2), sem flýtir fyrir jökulhopi. Til að draga úr þessum þáttum hvetjum við alla til að taka virkan þátt í að draga úr sorpi, endurvinnslu og flokkun. Með því getum við dregið verulega úr urðun, takmarkað skaðleg áhrif á umhverfið og stuðlað að sjálfbærari og loftslagsþolnari Hornafirði.


Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar