Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu

Skólastjóri Jóhann Morávek

Hafnarbraut 17, 780 Hornafirði

470 8460  mailto:tonskoli@hornafjordur.is

 

 

 

 

 

Innritun fyrir skólaárið 2022 - 2023 er opin.
Sækið um inn á "Umsóknir" hægramegin á síðunni

Síðasti umsóknardagur er mánudaginn 22. ágúst.

Þeir nemendur sem voru í námi á síðasta ári og skiluðu inn
umsókn í vor, þurfa ekki að sækja aftur um.

Skrifstofa skólans ásamt símatíma verður opin:
Föstud. 19. ág. kl. 11.00-16.00 og
mánud. 22. ág. kl. 10.00-13.00
sími 470-8460
Einnig má senda fyrirspurnir á tonskoli@hornafjordur.is

Skólgjöld 2022

Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns  settur í fyrsta sinn, 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan.  Árið 1981 var samþykkt að breyta nafni skólans í Tónskóla A-Skaft.

Skólinn hefur sjö kennslustofur til umráða, einn ráðstefnusal með 50 sætum og tónleikasal. Auk þess er skrifstofa skólastjóra, kaffistofa,  nótna og ljósritunarstofa auk geymslurýmis. Hægt er að leigja Sindrabæ skv. gjaldskrá vegna útleigu á húsnæðis og munum í eigu sveitarfélagssins.