Húsnæðisstuðningur

Sveitarfélagið greiðir sérstakan húsnæðisstuðning og húsnæðisstuðning til foreldra framhaldsskólanema á aldrinum 15-17 ára sem sækja nám fjarri lögheimili, sbr. reglur sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður til viðbótar við almennar húsnæðisbætur í þeim tilgangi að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga sem vegna lágra tekna, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra erfiðleika eiga erfitt með að verða sér úti um húsnæði eða að greiða almennt leiguverð.

Almennur húsnæðisstuðningur er ekki á ábyrgð sveitarfélagsins. Hægt er að sækja um almennan húsnæðisstuðning hjá Greiðslustofu húsnæðisbóta, www.husbot.is

Umsækjendur húsnæðisstuðnings bera sjálfir ábyrgð á því að sækja um stuðninginn og endurnýja umsóknir sínar, hvort sem um almennan eða sérstakan húsnæðisstuðning að ræða.

Starfsfólk félagsþjónustu annast einnig umsóknir vegna félagslegra leiguíbúða en hægt er að sækja um íbúðir á íbúagátt sveitarfélagsins.