Félagsleg ráðgjöf

Markmið félagslegrar ráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í samfélaginu.

Félagsleg ráðgjöf tekur meðal annars til ráðgjafar vegna atvinnuleysis, veikinda, húsnæðisleysis, fjárhagsvanda, fötlunar, öldrunar, fjölmenningarmála, málefna barna og ungmenna, fjölskylduvanda og áfengis- og vímuefnavanda.

Sækja skal um félagslega ráðgjöf á íbúagátt sveitarfélagsins, nánari upplýsingar veitir starfsfólk fjölskyldu- og félagsþjónustu sveitarfélagsins á netfanginu velferd@hornafjordur.is eða í síma 470-8000.