Grunnskóli Hornafjarðar

Grunnskóli Hornafjarðar var stofnaður 1. ágúst 2007. Kennsla fer fram á tveimur starfsstöðum. Í Hafnarskóla eru til húsa nemendur í 1. – 6. bekk og í Heppuskóla eru nemendur 7. – 10. bekkjar.  Auk þess stunda nemendur nám í list- og verkgreinum í Vöruhúsinu, verkmenntahúsi, í Tónskóla Austur -  Skaftafellssýslu og nám í hreyfingu fer fram í mannvirkjum íþróttamiðstöðvarinnar. Skólastjóri unnið er að ráðningu,  aðstoðarskólastjóri yngra stigs er Kristín Gestsdóttir og aðstoðarskólastjóri eldra stigs er Eygló Illugadóttir.

Kjörorð skólans eru virðing – metnaður – vinátta – frelsi – jákvæðni. Kjörorðin marka grunninn að stefnu skólans ásamt umhverfisvernd, heilsueflingu og nám við hæfi, þau eru einnig samofin uppbyggingarstefnunni eða uppeldi til ábyrgðar, sem skólinn vinnur eftir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.