Aldraðir

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur það að markmiði sínu við veitingu þjónustu að aldraðir fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum.

Við framkvæmd þjónustu við aldraða skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði.

Sveitarfélagið Hornafjörður í samstarfi við HSU hefur samþætt heimaþjónustu og heimahjúkrun undir heitinu þjónustan heim. Markmið þjónustunnar heim er aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við athafnir daglegs lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Áhersla er lögð á að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Við framkvæmd og skipulagningu þjónustunnar skal lögð áhersla á að sníða hana að þörfum notandans og virða sjálfsákvörðunarrétt hans. Þjónustan heim felur í sér félagslega heimaþjónustu (félagsleg liðveisla frekari liðveisla og heimilisþrif), dagdvöl og félagsstarf fatlaðra, dagdvöl og félagsstarf aldraðra, matarþjónustu og akstursþjónustu.

Sótt er um úrræði Þjónustunnar heim rafrænt á íbúagátt sveitarfélagsins. Frekari upplýsingar um úrræði Þjónustunnar heim veita starfsmenn stuðning- og virkniþjónustu í síma 470-8000 eða á netfanginu velferd@hornafjordur.is