Deiliskipulag við Hvamm

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 12. október 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvamm í Lóni.

Deiliskipulagið nær yfir tæplega 5 ha. landspildu úr landi Hvamms í Sveitarfélaginu Hornafirði. Deiliskipulagið tekur til tveggja byggingareita fyrir allt að 9 gestahús auk þjónustuhúss. Samhliða deiliskipulagstillögunni er unnið að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2020.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verðurtil kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn, frá 19. október 2017 til 1. desember 2017.

Deiliskipulagstillaga

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. desember og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri