Framkvæmdaleyfi fyrir brýr yfir Steinavötn og Fellsá

Sveitafélagið Hornafjörður hefur samþykkt að veita framkvæmdaleyfi vegna byggingu nýrra brúa yfir Fellsá og Steinavötn í Suðursveit.

Verkið er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000. Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála til 29. nóvember 2019.

Uppdráttur af framkvæmdum.

Höfn í Hornafirði 28. október 2019
F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson skipulagsstjóri.