Vistvænn sparnaður

Þegar við kaupum inn er gott að skoða 

  • Hver er líftímakostnaður vörunnar?
  • Er hún dýr í rekstri, orku- eða viðhaldsfrek, athuga vottunarmerki og kílóvattstundanotkun.
  • Kallar hún á mikla efnanotkun?
  • Er úrgangsmyndun mikil og því kostnaður við förgun?
  • Hver er ending vörunnar?
  • Hvaðan er varan og þarf að flytja hana langt að?

 

Við getum sparað með því að

  • Spörum með því að ganga eða hjóla á milli staða
  • Vistakstur ef bíllinn er notaður
  • Notum ekki einnota plastumbúðir
  • Notum umhverfisvottaðar sápur og hreinsiefni, hvort sem er í uppþvottavélina eða annað
  • Notum einungis umhverfisvottaðar pappírsþurrkur þegar þeirra er þörf
  • Veljum okkur visthæfa bíla við kaup á bíl
  • Nýtum rafræna upplýsingasamfélagið hættum að prenta gögn
  • Geymum skiljagjaldaumbúðir
  • Kaupum raftæki sem eru í flokki orkumerkingum A eða hærra skv. orkumerkingum Evrópusambandsins
  • Hugum að áhrifum flutnings matvæla á umhverfið og við val á matvælum
  • Notum hleðslurafhlöður í stað einnota rafhlaðna

  

Velja þarf búnað sem eyðir sem minnstri raforku frá viðurkenndum umhverfismerkjum ef hægt er, svo sem SvaninumBláa englinumEvrópublóminu eða Fálkanum. Þessi merki gera kröfur  til vörunnar um háfaða, orkunotkun, þungmálmainnihald ásamt ýmsu öðru.