Framkvæmdaleyfi fyrir stækkun á dreifikerfi hitaveitu

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita Rarik framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn þeirra á fundi sínum þann 15.júlí sl.til að halda áfram með dreifikerfi hitaveitu í Óslandi.

Nafn framkvæmdaraðila: Rarik ohf
Staðsetning framkvæmdar: Höfn

Umfang framkvæmdar: 
Um er að ræða framhald stækkunar á dreifikerfi hitaveitu Rarik á Höfn í Óslandi.

Samantekt yfir lýsingu og frágangi framkvæmdar:
Verktaki skal grafa fyrir lögnum, leggja lagnir, sanda undir og yfir, fylla yfir og ganga frá yfirborði með malbiki/olíumöl, steypu og steinlögn eða gróðri. Þar sem um er að ræða svæði þar sem umferð og starfsemi er í gangi, ber verktaka að haga allri vinnu þannig að umferð gangi sem best fyrir sig á svæðinu og aðkoma að heimilum haldist ávallt opin.

Dagsetning samþykktar leyfisveitenda á framkvæmdaleyfi var 15.7.2025 og rennur framkvæmdaleyfið út þann 15.7.2026 sé framkvæmd ekki hafin.

Eftirlitsaðili framkvæmdar:
Umhverfis- og skipulagsstjóri Hornafjarðar fer með eftirlit fyrir hönd sveitarfélagsins Hornafjarðar en er heimilt að ráða til þess sérstakan eftirlitsaðila.

Skilyrði framkvæmdar:

  • Að viðhöfð sé góð umgengni um framkvæmdasvæðið.
  • Lokanir á götum séu kynntar tímanlega og tilkynntar til umhverfis- og skipulagsstjóra og lögreglu.
  • Leitast verði við að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rask og ónæði verði fyrir íbúa og fyrirtæki
  • Leitast verði við að takmarka framkvæmdasvæði, umferð véla og rask eins og kostur er
  • Umhverfis- og skipulagsstjóri verði upplýstur þegar framkvæmdir hefjast
  • Umhverfis- og skipulagsstjóri verði boðaður á framkvæmdasvæði við lok framkvæmda
  • Að samráð sé haft við leyfisveitanda um frágang.
  • Að samráð sé haft við leyfisveitanda ef nokkrar breytingar verið á framkvæmdinni.
  • Skráning fornminja fari fram skv. Umsögn Minjastofnunar

Framkvæmd þessi skal vera í samræmi við:

  • Framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á dreifikerfi hitaveitu á Höfn
  • Reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012
  • Skipulagslög nr. 123/2010
  • Aðalskipulag Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030
  • Framlögð gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar:
    • Ósk um framkvæmdaleyfi, dags. 30.6.2025.
    • Umsögn Minjastofnunar dags. 21.8.2025

Framkvæmdaleyfi er gefið út með fyrirvara um að upplýsingar berist um þá hluti sem tilgreindir eru hér að ofan.

Vakin er athygli á að framkvæmdaleyfi á að vera til staðar á framkvæmdastað og eftirlitsaðili getur kallað eftir leyfi við eftirlit.

Einnig er vakin athygli á að framkvæmdaleyfi er kæranlegt til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 26. september 2025. Ef framkvæmd hefst áður en frestur er útrunninn gerir framkvæmdaaðili það á eigin ábyrgð.
Gjald fyrir framkvæmdaleyfi er 183.721 kr.