Grenndarkynning vegna framkvæmdaleyfis

Stækkun dreifikerfis hitaveitu á Höfn

Grenndarkynning vegna framkvæmdaleyfis skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Rarik ohf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna stækkunar dreifikerfis hitaveitu RARIK á Höfn og endurnýjun núverandi stofnlagnar við Víkurbraut.

Fyrirhugað er að framkvæmdir hefjist september 2020 og ljúki september 2021. Lagnaleið í þéttbýli er í grónum götum þar sem gangstéttar eru steyptar og götur malbikaðar. Þar sem um er að ræða svæði þar sem umferð og starfsemi er í gangi, ber verktaka að haga allri vinnu þannig að umferð gangi sem best fyrir sig á svæðinu og aðkoma að heimilum haldist ávallt opin. Truflun á umferð um götur sem unnið er við svo og í nærliggjandi götum skal haldið í lágmarki. Þess skal gætt að haga lokun gatna þannig að íbúar eigi alltaf akfæra aðkomuleið að heimilum sínum og starfsemi fyrirtækja verði fyrir sem minnstri röskun. Þess skal gætt að gangandi og hjólandi vegfarendur eigi greiða og örugga leið fram hjá vinnusvæðum ef þau liggja að gangstígum, en ef slíkt er ekki mögulegt skal vísað á hjáleið eða afmarka sérstaka göngu-/hjólaleið meðfram vinnusvæði.

Með vísan í 44. gr. skipulagslaga er hagsmunaaðilum gefinn kostur á að tjá sig um framkvæmdaleyfið og skal athugasemdum komið til skila á netfangið skipulag@hornafjordur.is eigi síðar en 10. sept. 2020.

Nánari upplýsingar og kort af framkvæmdasvæði má finna hér að neðan

Teikning 1

Teikning 2

Framkvæmdalýsing

Umsókn um framkvæmdaleyfi

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri