Hringvegur um Hólá og Stígá

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir nýjar brýr yfir Hólá og Stígá.

Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar á fundi sínum þann 9. nóvember að veita framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna byggingar nýrra brúa um Hólá og Stígá. Um er að ræða nýjar brýr sem verða í núverandi veglínu samkvæmt gildandi skipulagi. Gert er ráð fyrir að taka samtals 600 m³ af varnargörðum vestan Skeiðarár. Einnig er gert ráð fyrir að taka unnið og óunnið efni úr námum E65 Hólá og E66 Stígá.

Við bráðabirgðarveg/framhjáhlaup er gert ráð fyrir að nota bráðabirgðarbrú úr stálbitum og timburgólfi. Í verklok verður gengið frá hjáleiðum og efnistökusvæðum svo það falli sem best að umhverfi sínu.

Nánari  upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins má nálgast á heimasíðu Sveitarfélagsins Hornafjarðar undir vefslóðinni http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi/

Vakin er athygli á því að niðurstaða bæjarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar, sjá nánar á heimasíðu nefndarinnar uua.is.

 Höfn í Hornafirði 28. nóvember 2017

F.h. bæjarstjórnar, Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri