Aðal- og deiliskipulag Hrollaugsstöðum

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi 2012-2030, og tillögu að nýju deiliskipulagi að Hrollaugsstöðum í Suðursveit samkvæmt 1. mgr. 36. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið skipulagstillagnanna eru að fjölga íbúðum á svæðinu og móta hverfi sem hentar ólíkum fjölskyldugerðum. Einnig að tryggja gott aðgengi að félagsheimilinu og skapa ramma utan um opin svæði við Hrollaugsstaði.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis frá 17. mars til 28. apríl 2022 á í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 27, 780 Höfn. Aðalskipulagstillagan verður einnig til sýnis hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Aðalskipulagstillaga uppdráttur

Deiliskipulagstillaga uppdráttur - greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til og með 17. maí 2022. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27 eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar