Auglýsing deiliskipulagstillaga

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 11. apríl 2019 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Birnárvirkjunar.

Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun í Birnudal í landi Kálfafellsstaðar í Suðursveit. Virkja á ána Birná sem á upptök sín innst í Birnudal og liggur eftir miðjum dalnum. Birnudalur er lítill dalur innarlega í Staðardal vestanverðum. Birná er dragá og vatnsvið hennar er u.þ.b. 4 km². Lengd árinnar frá efstu drögum þar til hún fellur í Staðará eru u.þ.b. 3,5 km. Rennsli árinnar er nokkuð stöðugt samkvæmt mælinum er lámarksrennsli í krinum 300 l/s.

Deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verður til kynningar í Ráðhúsi sveitarfélagsins að Hafnarbraut 27, 780 Höfn og á heimasíðu sveitarfélagsins hornafjordur.is/stjornsysla undir skipulag í kynningu frá 2. maí 2019 til 19. júní 2019. 

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna deiliskipulagstillögunnar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júní 2019 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri