Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar

Hagaleira - Jökulsárlón og Borgarhöfn. 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2022 eftirfarandi skipulagsáætlanir.

Hagaleira - Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030

Í breytingunni felst að íbúðarbyggð á Leirusvæði ÍB1 stækkar til suðvesturs og opið svæði OP2 minnkar að sama skapi. Markmið breytingarinnar er að skapa rými í íbúðarbyggðinni fyrir nýja raðhúsalóð neðan við Fiskhól. Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Jökulsárlón á Breiðamerkursandi – Breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða við Nýgræðuöldur

Í breytingunni felst að skipulagssvæðinu, ásamt heimildum og ákvæðum innan þess er hliðrað um u.þ.b. 500 m til austurs. Málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsbreytinging tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag Borgarhöfn

Nýtt deiliskipulag er samþykkt en meginmarkmið þess er að skilgreina tjaldsvæði, byggingarreit fyrir smáhýsi og lóðir og byggingarreiti fyrir frístundahús. Áform eru að efla ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða uppá möguleika til gistingar og afleidda þjónustu.

Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst frá 16. ágúst með athugasemdarfresti til 27. septemer 2021. Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá HAUST, Minjastofnun Íslands, Veðurstofu Íslands og RARIK. Umsagnir höfðu ekki áhrif á auglýsta tillögu. Málsmeðferð var í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til undirritaðs í Ráðhúsi Hornafjarðar.

Umhverfis- og skipulagsstjóri Hornafjarðar