Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar

málsnr. 202111114

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 17. ágúst 2022 breytingu á deiliskipulagi Hafnarbrautar 4-6 í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu breytingarinnar eru að byggingarreitir lóða við Hafnarbraut 4 og 6 stækka og verða samtengdir. Heimild verður fyrir þriggja hæða byggingu og kjallara á lóð nr. 6 og allt að tveggja hæða viðbyggingu og kjallara á hluta lóðar nr. 4. Gert er ráð fyrir um 20 bílastæðum í kjallara.

Athugasemdir og umsagnir bárust sem gáfu tilefni til breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu.

· Vegur vestan lóðanna breikkaður í 6 m og lóðarmörk færð til sem nemur breikkun.

· Hafnarbraut 4. (B3- nýtt) 2 hæðir í stað 3h. hámarkshæð miðast við mæni HB4.

· Lóð minnkuð norðan megin v. göngustígs

· Tafla 1. uppfærð

Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsstjóra sveitarfélagsins.

19. ágúst 2022

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar