Auglýsing um nýja deiliskipulagstillögu að Reynivöllum II

Bæjarstjórn Hornafjarðar auglýsir hér með nýja tillögu að deiliskipulagi að Reynivöllum II samkvæmt 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið með gerð deiliskipulagsins er að bæta ferðaþjónustu á svæðinu og miða að því að uppbygging ferðaþjónustu nýtist íbúum jafnt og ferðamönnum.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum að Hafnarbraut 27 frá og með 29. janúar til og með 11. mars 2020.

Greinargerð og uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögur til 11. mars 2020. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Hornafjarðar, Hafnarbraut 27.