Deiliskipulag Kyljuholts á Mýrum og nýrra íbúðalóða við Sandbakkaveg á Höfn

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 26. apríl 2023 að auglýsa eftirfarandi skipulagsáætlanir í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag Kyljuholts á Mýrum

Skipulagið tekur yfir 4 ha svæði innan jarðar Kyljuholts. Afmarkaðar eru raðhúsalóðir fyrir nýbyggingar og afmörkuð lóð fyrir núverandi íbúðarhús á svæðinu.

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Hafnar – Sandbakkavegur

Svæðið sem breytingin nær yfir afmarkast af Sandbakkavegi í vestri, Litlubrú í norðri, Hafnarbraut í austri og núverandi íbúðarbyggð við Sandbakkaveg í suðri. Í tillögu að breytingu skipulagsins eru afmarkaðar þrjár lóðir sunnan Nettó fyrir fjölbýlishús á 2-3 hæðum.

Tillögurnar verða til sýnis frá 4. maí til 15. júní í anddyri Ráðhúss Hafnarbraut 28, 780 Höfn og eru einnig aðgengilegar gegnum nýjan vef Skipulagsstofnunar, skipulagsgatt.is .

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögunina á auglýsingatíma.

Eingöngu er tekið við athugasemdum á rafrænan hátt gegnum skipulagsgátt.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulag@hornafjordur.is .

Umhverfis- og skipulagsstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar