Auglýsing vegna skipulagsmála

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti þann 14. mars 2019 að auglýsa lýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða breytingu á aðalskipulagi fer fram breyting á deiliskipulagi.

Lýsing varðandi Aðalskipulagsbreytingar felur í sér eftirfarandi;

Svæðisráð suðursvæðis Vatnajöulsþjóðgarðs hefur ákveðið að vinna að nýju deiliskipulagi við Jökulsárlón vegna breyttra forsendna. Samhliða þeirri vinnu kann að þurfa að breyta aðalskipulagi Sveitarfélagins Hornafjarðar. Mögulegar breytingar varða:

Afmörkun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem tekur nú til Jökulsárlóns og stórs hluta Breiðamerkursands.

Fjölgun ferðamanna og hugsanlega þörf á að breyta afmörkun á svæði sem fellur undir afþreyingar- og ferðmannasvæði (AF16) við Jökulsárlón.

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir umsögn vegna lýsingu á aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu skv. skipulagslögum nr. 123/2010.  Skipulagsbreytingarnar má skoða hér: Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag á Breiðamerkusandi.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2019 og skal skila skriflega á bæjarskrifstofur Hornafjarðar Hafnarbraut 27, 780 Höfn eða á netfangið skipulag@hornafjordur.is

Gunnlaugur Róbertsson, skipulagsstjóri