Borgarhöfn – Neðri bær – deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn samþykkti verulega deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum 15.05.2025 að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og að fallið verði frá kynningu skv. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkti verulega deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum 15.05.2025 að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og að fallið verði frá kynningu skv. 40. gr. skipulagslaga þar sem allar meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Breytingin felur í sér stækkun á tjaldsvæði og byggingarreit fyrir smáhýsi, íbúðarhúsi og þjónustuhúsi. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem verslun og þjónusta VÞ45 með eftirfarandi skilmálum: "Borgarhöfn Neðribær. Úr landi Borgarhafnar. Ferðaþjónusta, tjaldsvæði, gisting og reiðasala. Allt að 75 gistirými. Frístundahús, 4 hús. Hringtákn ~5 ha, þar af tjaldsvæði allt að 3 ha. fyrir allt að 300 gesti."

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma.

Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 1006/2025 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.

F.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Guðrún Agða Aðalheiðardóttir
Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála.